Menntamál - 01.02.1970, Qupperneq 12

Menntamál - 01.02.1970, Qupperneq 12
r~~ ~~ ' n Sögulegt ágrip V______________________________) Uppruni og þróun sálfræðiþjónustu. Hugtakið sáliræðiþjónusta í skólum (á ensku: School Psycliological Services) er hér notað í svip- aðri merkingu og skólasálíræði (á ensku: School Psychology). Sennilega er íyrra hugtakið víðtæk- ara, og í enskumælandi löndum notað sem heild- arheiti á sérfræðilegri þjónustu af þessu tagi í þágu skóla. Deilt hefur verið um, hvort skólasálfræði sé fræðilegt sérsvið innan sálfræðivísinda eða ein- ungis skörunarsvið hagnýtra þátta úr fræðunum, sem varða störf nemenda og kennara í skófum. Menntunarsálfræði og klinisk sáifræði (geðsál- fræði) eru þá taldar uppistöður í starfsþekkingu skólasálfræðinga. Aðrir telja þekkingarsvið skóla- sálfræðinga einfaldlega þróunar- og menntunar- sáffræði. Enn eru þeir, sem álíta skólasálfræðing, sem ber það nafn með réttu, einungis kliniskt menntaðan sálfræðing. Hér kemur fram sá ágrein- ingur um hlutverk og starfslegt sérstæði sálfræði- þjónustu í skólum, sem síðar verður að vikið. Deilan er ekki útkljáð, en flest bendir til, að hagnýting sálfræðiþekkingar í þágu skólastarfs verði sérgrein innan sálfræðinnar og aðgreind námsbraut í háskólanámi að loknu almennu námi í sálfræði, svo sem er um önnur sérsvið í þessari fræðigrein, t. d. kliniskri sálfræði. Ör þró- un í sálfræði, svo og öllurn grannvísindum, gerir þó erfitt um vik að spá um framvindu. Stórauk- in þekking um líf mannsins, líffræðilega, sálfræði- lega og félagslega, gæti skapað breytta flokkun þekkingarsviða, fræðilega og liagnýtt. Þá er þess að geta, að starfssvið skólasálf'ræð- inga var og er enn að mestu bundið við barna- MENNTAMÁL 6

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.