Menntamál - 01.02.1970, Blaðsíða 28
Ráðgjöf
í framhaldsskólum
Almenn atriði.
1. Handleiðsla og ráðgjöf eru mjög vanrækt
á framhaldsskólastigi. Þörfin er þó enn
brýnni þar en á barnastiginu. Ástæður
þess eru m. a.:
Unglingsaldur reynist flestum erfitt að-
lögunarskeið.
Unglingar, búnir mjög ólíkum hæfileikum,
eru nánast tilneyddir allir að sækja skóla
allt til 17—18 ára aldurs.
Þjóðfélagið verður margbreytilegra, reynt
er að fjölga námsbrautum og bjóða val-
greinar. Valið og fjölbreytnin krefst kynn-
ingar og leiðsagnar.
Kennarar í framhaldsskólum hafa flestir
minni kennslufræðilega og sálfræðilega
menntun en barnakennarar.
Fagkennsla gerir manneskjuleg kynni
nemenda og kennara erfiðari en þegar
sami kennari kennir margar greinar.
2. Ráðgjöf í framhaldsskólum krefst annarra
starfshátta en í barnaskólum, því veldur
m. a. aldur nemenda, námsefni og þar
með breyttir kennsluhættir. Persónulegur
og félagslegur vandi unglinga er allur
annar en barna, einkum samskiptin við
foreldra, kennara og félaga.
3. Ráðgjöf í framhaldsskólum má greina í
þessa þætti:
a) Námsleiðsögn (educational guidance).
b) Starfsleiðsögn (vocational guidance).
c) Sálfræðiráðgjöf (psychological coun-
seling).
Eins og endranær er talið sjálfgefið
að handleiðslustefna (guidance) móti
kennslu og daglegt skólastarf.
4. Starfsfræðsla sem kennslugrein er hér
ekki talin til þátta ráðgjafar, þótt hún sé
í sérstöðu að þessu leyti og tengdari
nemendaráðgjöf en aðrar námsgreinar.
5. Skólaráðgjafi annast náms- og starfsleið-
sögn. Hann vinnur starf sitt í skólanum
MENNTAMÁL
22