Menntamál


Menntamál - 01.10.1970, Síða 11

Menntamál - 01.10.1970, Síða 11
sem við vitum með vissu um framtíðina er, að AGA VERÐUR TILFINNINGAR mannanna til ábyrgðar: Samábyrgðar. ÁBYRGÐAR í hugsun. ÁBYRGÐAR í starfi. ÁBYRGÐAR í öllu SKAPANDI STARFI. Og þar erum við komin að megin kjarna málsins: Þa3 er hið skapandi starf, hið innra, sem með hverjum manni býr: MAÐURINN SJÁLFUR, SÁL hans, sem sinna verður í öllu uppeldi, að hann geti brugðizt við og mætt vanda. Við höfum í endilöngu skólakerfi verið þjálfuð í því að móttaka: Móttaka vizku, móttaka minnisatriði, mót- taka þekkingu, við erum eitt allsherjar móttökutæki utan- aðkomandi áhrifa ríkjandi hentistefnu og tízku og múg- sefjunar, símalandi áróðurs þessarar aldar þekkingar- innar, sem við trúðum á, þessarar aldar tækninnar, sem við dýrkuðum, nutum, þessarar aldar vísinda, sem við gerðum að Guði. Svo sannlega koma syndir feðranna fram á börnum okkar, við höfum búið þeim veröld, sem trúir á stríðsguði, tækniguði, arðguði: Gullkálfurinn stendur enn á stalli ÁRÓÐURS, OFBELDIS, tækni- og vísindaöldin hefur afrækt það guðs- ríkið, er býr hið innra með yður: HIÐ INNRA JAFNVÆGIÐ HVERRAR MANNSSÁLAR: Jafnvægi alhliða eiginda þróunar vits og til- finninga, þróunar vits og sjálfstjáningar, þró- unar vits og skapandi starfs: Sú mannvitsvíðsýni, er bezt skyggnist í samábyrgu samstarfi samhjálpar: samhæf- ingu, samæfingu huga og handar, hjarta, vilja, tilfinninga, vits: Menntun er ekki menntun án þessa. Menntun hefur ekkert gildi án þessa. Menntun er jafnvel hættuleg án þessa. Útilokað er að tala um þróun myndvits án þessa, þ.e.a.s. sé þess óskað að þróun mynd- vits sé jákvæð. Varðandi þessi mál öll: Og vegna þeirrar deiglu öll þessu hliðstæð mál nú bræðast í, hef ég á minn máta sagt til synda hlutaðeigandi aðilum menntayfirvalda þessa lands okkar, en hér leyfist til viðbótar að lesa ykkur þann pistil, sem um var beðið: ÉG LES FYRIR YKKUR GAMLAR HUGS- ANIR. Ég les fyrir ykkur kvartaldar gamlar hugsanir mínar, sem ég hef borið saman við hugsanir þeirra manna, er um skyld mál hafa fjallað, en ég hef ei fundið neinn innlendan eða erlendan SÁLFRÆÐING, LISTFRÆÐING, UPPELDISFRÆÐING, KENNARA, HEIMSPEK- ING, HAGFRÆÐING, FÉLAGSFRÆÐING, er segði mér þar neitt til viðbótar því, SEM BÖRN SÖGÐU MÉR ÁN ORÐA. Þau sögðu mér þetta, sem ég les ykkur, með myndum sínum: Sérmennt sálvísinda, listvísinda, uppeldis- vísinda, kennsluvísinda, hagfræðivísinda, félagsfræðivísinda hefur hagt mér margt ann- að óendanlega mikilvægt, satt, um lífsvísindi manns sálna: SÁLUSORGARAR þó mest, um það, þá sáldýpið skyggnist, hið ómeðvitaða. Nú, hér, þegar ég tala: TALA við ykkur snn, TALA með þessum slitnu ORÐUM, vona ég samt, að í hug ykkar þau, ORÐIN, móti MYND: dauft endurvarp myndar hins ÓRÆÐA. Ég les yður bréf, sem aldrei var sent: Þér báðuð mig senda línu. Sjálf heyrði ég þér skilduð ei hót af því ég sagði, vissuð ei hvað ég var að fara, skilduð ei orð mín: MYNDIR SÝNA MANNGERÐ, KARAKTER HÖFUNDAR LESINN, HÆFNI SÉÐ Á TEIKNI- MÁTA = Mynd lýsir höfundi sínum: AÐ LESA í MYND Grafologian er kunn, tákngreining á sér ei einu sinni alþjóðlegt nafn (þó hefur verið talað um, the possibility of constructing a graphic key to temperaments), en orðið tákn- lykill er ekki geðfellt, virðist gera mjög dulinn og óræðan hlut auðleystan, opinn. Sálfræðingar flokka manngerðir, en hafa lítt tengt tákn við, þeirra eigin myndblinda þar valdið? Uppeldisfræðingar hafa ei þátt teikns tengdan sinni menntun, þar af þeirra fávit um þessi mál? Heimspekingar hafa ör- MENNTAMÁL 157

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.