Menntamál


Menntamál - 01.10.1970, Qupperneq 12

Menntamál - 01.10.1970, Qupperneq 12
fáir þar um fjallað, en oftar hallað máli, feng- ið sínar upplýsingar frá almennum kenn- urum. Teiknikennarar verða að kyngja þeirri staðreynd, að á sama tíma og grunntónn heimslistarinnar síðastliðna hálfa öld er stæl- ing á teikningu barna, eru teikningar sömu barna ekki álitnar kennsluvirði, ekki kennslu verðar, af yfirvöldum kennslumála þessa lands. Og listfræðingar hafa ekki hlegið, hvað þá aðrir. Samt haggar það engu um þá stað- reynd, að lesa má listsögu manna á jörð úr teiknstílum barna og það undirstrikar þá stað- reynd, að aldrei skapast neinn raunverulega nýr liststíll, án þess hann eigi rót í manngerð- unum sjálfum: HVER GRUNNTYPA MANNGERÐAR HEF- UR SÉRSTÆÐAN TEIKNSTÍL, SÉRSTAKA LÍNUHRYNJANDI, AFMÖRKUN ÓTVÍRÆÐA UM RÖÐUN EINDA Á FLETI, SÍNA EIGIN SÉREINKENNDU MYNDSJÓN OG SINN GREYPTA MYNDSKILNING: OG ÞÁ EINNIG SINN MÁTA Á MYNDTÚLKUN: NB að viðbættri 4. víddinni: TÍMANUM. Við, sem búum í steinsteypunni og hinum strang- skipulögðu dögum, þar sem stimpilklukkan er taktmæl- irinn, við sem eigum mörg tungl á lofti í dagblöðunum og flóð og fjöru í almanökum bara, við þekkjum ei leng- ur troðna slóð eigin æsku, hvað þá gengnar götur barna okkar. Þau búa sér veröld óra fjarri okkar, íákna þá veröld að eigin vild, teikna þann heim þeim þóknast. Ef þau þá teikna. 1 Langt í frá hafa öll börn sálræna þörf fyrir nokkra tegund teiknunar eða mótunar af nokkru tagi. Þau útausa athafnaþörf sinni í vinnu og leik, ausa út hugmyndaauðgi, á- huga eða áhyggju í tali, hugsa skýrast beint í töluðum orðum, virðast jafnvel varla skilja né fullnjóta atburðar fyrr en um leið og hann er sagður öðrum, eru opinskáar félagsverur og vangaveltulaust framkvæmdafólk, sem ekki þarfnast neins aukadundurs til að gera upp sínar sakir við. Sé teikniverkefni lagt fyrir slíkt barn, leysir það þá vinnu sem aðra af dugnaði, en án vandfýsni og hratt, öll myndin er á hreyfingu, dregin upp lagfæringalaust samkvæmt skyndi- áhrifum líðandi stundar, í áhyggjuleysi þeirra, er ei þenkir um orsök og afleiðing. Þau láta skeika að sköpuðu og eru viðstödd í nútíðinni, mitt í gjörandi augnabliks. Óvart verða þess- ar myndir stundum spilverk fegurðar: án þess höfundarnir taki eftir því, né kæri sig hót. 2 Andstæðan: Hitt barnið innhverfa, einræna, hljóða, sem burðast við að velja og hafna. Sífellt. Aldrei nokkra stund án eigin innri ögunar, aðfinnslu. í þögn og dul vinnur það verk sitt, kyrrt, hver flötur myndar er skipulagður, hugsaður, hver lína afdrifarík sem vaður í bjargsigi, örlaga- garn. Áhyggjan gengur við hlið þessara barna, kvölin eltir. Hver athöfn hjaðnar í byrjun átaks, því að bakþankinn sílæðist að og sér nýjan möguleika í framkvæmd verks. Hugsunin er svo langtum hraðari höndinni, að síðasta MENNTAMÁL 158

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.