Menntamál


Menntamál - 01.10.1970, Side 14

Menntamál - 01.10.1970, Side 14
Þessi stutti formáli að formála, sem ég les ykkur, þetta bréf sem aldrei var sent, ER EKKERT. Eiginlega hefur mér alltaf fundizt þetta leyndarmál mitt og þeirra tugþúsunda barna ég hef kennt á 30 ára liðnum tímanum síð- asta, leyndarmál mitt og þeirra, án þess þau hefðu hugmynd um, né ég hafi hugmynd um, hvort ég gef upp formúluna. Einstein hefði a.m.k. ekki átt að gefa upp formúluna. Skuldug er ég þeim börnum, sem hafa umborið mig sem kennara, og flest eru mér horfin. En í minningunni um þau Ijómar enn í hug mér mynd hins sanna mannlífs, þar ég sé þau enn grúfa unga og gullinljósa eða jarpa, rauðbirkna eða dökka, fáa svarbláa kolla yfir þögul myndtákn þeirrar veraldar, er enn lá þeim í hug óskemmd eða tiltölulega lítið meidd. Og hversu margt hafa þessi börn ekki sagt mér með þögninni. Hljóðlát hafa þau einnig hvíslað um hugsýnir þær er valda óttanum. Einnig gefið þátt í gleði sinni með snöggu augnaliti, þegar rétt reyndist ráðning á mynd- gátu þeirra, eða þau höfðu sigrað myndræna MENNTAMÁL 160 vandfýsni sína og með þolinmæði þraukað gegnum verkefnið. Einnig með ærslunum hafa þau gefið sínar upplýsingar, þegar eigið vanmat er falið bak við oflætið, unz getuleysið gleymist um leið og kveikt er í áhuganum. Athugul augu og hlustandi eyru þeirra allra hafa verið hríf- andi móttökutæki, of mikið hefur sá á sam- vizkunni, sem varla hefur gætt nægilegrar varúðar við áslátt slíks hljóðfæris, og á hversu margar feilnótur hefur ekki verið slegið í leiðsögninni? Þessari leiðsögn, þeirri leið- sögn, að reyna að fá þau sjálf líf sitt að bóka, tákna, teikna veraldavit sitt, hugsýnir, reynzlu, þekkingu, áhyggju, drauma frá liðnum nætur- martröðum, losa um óttann, hampa gleðinni, láta Ijós sitt skína í mynd, í myndleit eigin lífs, gjörðri, unninni í eigin myndstíl, út frá eigin draumheimi, eigin raunheimi, mótað, myndað að eigin vilja á þann hátt þau gátu og réðu við á hverjum aldri. Siáið þér í hug þær syrpur þjóðlífsupplýsinga? Þær syrpur mannavits í mótun, þær syrpur sálrænnar tián- ingar á gildismati, á viðhorfum til hins unga lífs, til hins unga, síunga gamla heims þau voru tiltölulega nýskeð fædd inn í, hvernig hann móttekur þau, hvernig þau móttaka hann. Hvernig! Þau móttaka hann? í þessari leit allri vissi ég, varð ég, að leggja mikla áherzlu á, að börnin mótuðu þennan eigin innri og ytri heim sinn í EIGIN MYND. Á sinn eigin hátt, með sínum eigin táknstíl, sínum eigin frumstæða, ólærða teikni- máta, raunheimur sjálfra þeirra uppistaðan, hugarheimur þeirra ívafið, dráttlag sjálfra þeirra leitin, formþroski- eða þroskaleysi sjálfra þeirra sú staðreynd, sá myndgjafi, er þeirra eigin veröld varð að mótast af. Annað hefði verið blekking! ANNAÐ HEFÐI VERIÐ BLEKKING! Og þá er það, að ég uppgötva, að ég má heldur ekki kenna þeim. Það er of seint. Þessi

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.