Menntamál


Menntamál - 01.10.1970, Side 15

Menntamál - 01.10.1970, Side 15
börn koma ti! teiknikennaranna tíu ára gömul: 10 ÁRA gömul, en eru stödd á 6 ára barna myndvitsaldri. Það er rétt það sama, algjör hliðstæða við það, að börnum væri ekki kenndur lestur fyrr í skólum eða þá skrift! Þau koma á 6 ára barna myndvitsaldri: og auk þess orðin skemmd sem teiknarar, fyrir utan hvað myndsköpunarhæfnin, myndsköp- unarþörfin er farin að dvína, aldur undrunar- innar liðinn hjá. Það er of seint að kenna þeim annað en lit- fræði - formfræði - mynztrun - línutakt - letrun - leirmótun - dúkskurð - efnisföndur - hlut,,hönnun“ - rúmfræði - o. s. frv. Sjálf veraldarmyndin þeirra: þjálfunin, sem til þarf í teiknun, að móta í mynd hug sinn, að ná líkindum raun- veruleikans, næst ekki þegar svo seint er hafið nám, nema hjá ca. 5% af nemendum, sem byrja 10 ára gamlir, nema þá með langtum meiri ílma en teiknun er ætlað í skólakerfinu, eða með þá framhaldi sérhæfðs listnáms. En geilin verður þar alltaf, æfilöng bókstafleg teikni- pedagógisk geil í myndvitslegan skilning, jafnvel þó um langlærðustu listamenn sé rætt, jafnvel fædda með og fædda til hæfni á öllum sjónsviðum lista, þeir hafa samt gloprað niður eigin grunni, þeir vita ekki íil hvaða mynd- stíls þeir eru fæddir, þekkja ekki sitt eigið upphaf: Væri myndlist kennd með sann, ætti að þróa og þjálfa hvers barns eigin teiknstíl, hvers barns eigið myndvit, láta þau táknskyldu vinna saman í hóp enda á að velja inn í skóla- bekki eftir teiknþroska, en ekki eftir lestrar- kunnáttu, eins og nú er gert. Á engan hátt annan er mögulegt að kynnast barni á skömm- um tíma, en með því að það teiknar myndir sínar í friði og ró á sinn eigin hátt, og sá sem til þekkir fær að fylgjast með: Og með hraði sést, hvort það er hin til- finningalega afstaða, sem ræður ríkjum eða hin vitræna hefur yfirhöndina, hvort stærð- fræðilega hugsandi einstaklingur er að verki, eða hinn sem flýtur í skipulagsleysinu, hvort raunsæið má sín meira en hugsæi, hvort formkenndin er þroskuð, hvort líflína teikn- ingar er löng og heil eða leitandi varkár, slitin. Slíkt má lesa úr mynd. Þó oftar birtist það í blandi, dulið, falið, geymt, gálaust skyldi enginn þar um ganga. Langa daga, lengri nætur hef ég hugsað um þetta. Glímt við þenna úrlestur mynda þessara barna, sem enn eru sjálfum sér nóg í myndtúlkun sinni og einlægni þeirra algjör, á meðan þau reyna ekki að teikna öðruvísi en aldur og hæfni gefa tilefni til, á meðan þau reyna ekki að apa annarra skilning, á meðan ég geng, á meðan ég gekk á milli þeirra, ár eftir ár. Áratug eftir áratug. Þá hefur mér opnast sýn hinnar mannlegu myndleitar frá öndverðu kunnan, og fullvissan um það, að mitt á meðal okkar eru allir fulltrúar allra liststíla veraldarsögu, vegna þess að þeir eiga sína rót í manninum sjálfum. NB að viðbættri aftur 4. víddinni: TÍMANUM: eða ef við mættum kalla hvern tíma og áhrif hvers iíma: Eilífðina innra með okkur. Eftirmáli: I. Ég tek skýrt fram, að þó hér sé stiklað á stóru, eingöngu lauslýst, án nánari útskýringa, gegnlýsingar, myndsýna, tveim týpum teikna og þeim tveim stillt upp sem andstæðum, mætti að sjálfsögðu taka þær and- stæður, þau dæmi af öðrum ólíkustu myndstílsmátum, sbr. hvaða andstæðum komplementari — lit, litrófs eða lithrings, jafnvel að sniðgengnum frumlitum, þessar tvær andstæður teiknhópa, sem voru tekin sem grunndæmi, jafngilda t.d. RAUÐU mót BLÁtón nefni það til athugunar, þar sem nefndir teiknitákn hópar: I. mót 2., velja ein- mitt nefnda FRUMLITI. Myndir þær, er fylgja texta, eru barnateikningar 2—6 ára gamalla höfunda í kennsluæfingadeildum teikni- kennara innan Myndlista- og handíðaskóla íslands. Stækkað af nemendum skólans á hátlð ÞORRABLÓTS þar, 30 myndir veggstórar, samkv. stjórn og önnun ARNAR ÞORSTEINSSONAR. MENNTAMÁL 161

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.