Menntamál


Menntamál - 01.10.1970, Qupperneq 38

Menntamál - 01.10.1970, Qupperneq 38
Revuo um guðfræði, Medicina Internacia Revuo um læknisfræði, Scienca Revuo um vísindi al- mennt, Homo kaj Kosmo um náttúruvísindi o. fl. Sum eru nær einvörðungu helguð fagurbók- menntum eins og Norcla Prismo, La Suda Stelo, Hungara Vivo o. fl. Á vegum Alþjóðlega esper- anto-sambandsins er gefið út lrið merka málvís- indatímarit La Monda Lingvo-Problemo, þar sem birtast eingiingu greinar málvísindamanna á ýmsum þjóðtungum með nákvæmum útdrátt- um á esperanto. Landsbókasafn íslands heldur þetta tímarit og geta þeir sem vilja kynnt sér það þar. Hér að framan befur ýmislegt verið rakið, sem ætti að nægja til að sanna að nokkru gengi esperantos í heimi nútímans. Enn er þó margt ótalið, sem fyllt gæti þá mynd, svo sem hagnýt not alþjóðamálsins á ferðalögum, stofnanir, sem vinna að útbreiðslu málsins, j^ing og ráðstefnur, þar sem alþjóðamálið er einrátt, notkun þess í viðskiptum og verzlun, notkun þess í útvarpi, notkun þess í jaágu mannúðarmála o. s. frv. Ekki verða Jæssi atriði jró rakin hér nánar sakir rúm- leysis, en vikið nokkrum orðum að mikilvægum viðurkenningum, sem alþjóðamálið befur hlotið á opinberum vettvangi. 21. september 1922 samþykkti Þriðja þing Þjóðabandalagsins einróma umfangsmikla og nákvæma skýrslu aðalritara með yfirskriftinni „Esperanto sem aljrjóðlegt bjálparmál“. Þessari gagnmerku skýrslu lýkur með Jressum orðum: „Mál er máttur og hefur Randalagið ríka ástæðu til að fylgjast vandlega með viðgangi esperantohreylingarinnar, sem einhvern tíma gæti leitt til mikilvægs árangurs í jaágu siðrænn- ar einingar heimsins." 2. ágúst 1950 var afhent við hátíðlega athöfn á skrifstofu aðalritara Sameinuðu þjóðanna bæn- arskrá varðandi alþjóðamálið. Bænarskrá jtessa höíðu undirritað 292 félagasambönd með alls 15 454 780 félagsmönnum auk 895 432 einstakl- inga í 76 löndum. 8. ágúst s. á. sendi aðalrit- arinn bænarskrána til aðalstöðva UNESCO í París til yfirvegunar og umsagnar. 10. desember 1954 samjjykkti allsherjarfundur UNESCO ályktun, Joar sem viðurkennt er, að sá árangur, sem Jsegar hafi náðst með aðstoð esper- antos á aljjjóðlegum vettvangi, sé í fullu sam- ræmi við markmið og hugsjónir UNESCO, sem eru: að varðveita friðinn og stuðla að bættum skilningi milli Jjjóða; að efla menningu og menntir; að stuðla að því, að þjóðir heimsins skijjtist á hugmyndum, Jjekkingu og mönnum; að auka aljjjóðlegt samstarf á sviðum menntun- ar, vísinda og menningar; að sigrast á þeim eríið- leikum, sem fjölbreytni tungumálanna veldur; að vinna að framgangi heimsborgararéttar; að kynna klassísk og nútímaleg bókmenntaverk með þýðingum; að stuðla að útbreiðslu vísindalegrar jækkingar; að samræma sérheitaforða á tækni- sviðum; að auðvelda frjáls hugmyndaskipti í ræðu og riti. Allt frá samjjykkt Jjessarar ályktunar hefur Al- Jjjóðlega esperanto-sambandið átt ráðgjafaraðild að UNESCO og veitt Jjeirri stofnun margháttaða aðstoð. Á árunum 1965—66 gekkst Aljijóðlega esper- anto-sambandið fyrir nýrri umfangsmikilli undirskriftasöfnun, sem beint skyldi til Samein- uðu þjóðanna. Textinn, sem fylgdi, hljóðaði á Jjessa leið: „Vér lýsum yfir stuðningi vorum við starfsemi Sameinuðu þjóðanna til eflingar í'riði og sam- starfi milli Jjjóða. Vér lýsum og ylir Jjeirri sann- færingu vorri, að ein helzta hindrun í vegi vax- andi aljjjóðlegra samskipta sé málaglundroðinn. Með tilvísun til samþykktar allsherjarþings UN- ESCO frá 10. desember 1954, Jjar sem viður- kenndur er sá árangur, sem Jjá þegar hafði náðst á sviði alþjóðasamskipta með fulltingi esper- antos, leggjum vér til, að Sameinuðu Jjjóðirnar leysi fjöltungnavandamálið með Jjví að stuðla að framgangi alþjóðamálsins esjjerantos og mæli með Jjví við Jjátttökuríkin, að þau efli kennslu í málinu og hvetji til notkunar Jjess í samskipt- um milli Jjjóða heims.“ Yfirlýsingu Jjessa og tillögu undirrituðu 3 843 félagasamtök (Jjar á meðal AlJjýðusamband ís- lands) með alls 71 165 000 félagsmönnum auk 920 954 einstaklinga. Meðal Jjeirra voru forseti Austurríkis (Eranz Jonas), forsætisráðherrar Danmerkur, Noregs og íslands (Bjarni Bene- MENNTAMÁL 184

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.