Menntamál - 01.02.1975, Blaðsíða 5

Menntamál - 01.02.1975, Blaðsíða 5
Robert E. Stake: FRÆKORN EFANS „Fyrir einni öld sá svissneski sagnfræðing- urinn Jacob Burckhardt fyrir, að okkar öld yrði tími mikillar einföldunar og með einræði væri leitast við að fela margbreytileika. Hann hafði rétt fyrir sér. Þetta er mesta freisting okkar tíma og mikil villa, sem við verðum að verjast gegn af vilja og festu.“ Daniel Patrick Moynihan. Þetta eru lausnarorð. Ef til vill eru hér svör við mörgum spurningum. Ég er að velta fyrir mér hvort svar finnst við spurningunni: Hvers vegna held ég áfram að vera námsmats- eða mælingamaður ? Ég er ekki maður örra breytinga, svo að hluti svarsins er ,,tregða“. Ég aðhyllist þó stefnumörkun og ég sé, að þeim langtímamarkmiðum sem venju- lega er gert ráð fyrir að námsmat stuðli að, er sjaldan náð. Raunveruleg not prófniðurstaðna eru til dæmis ekki til staðar í skólum í dag, þrátt fyrir að kennsla í notkun prófa hafi farið fram á kenn- aranámskeiðum í þessu landi (Bandaríki Norður- Ameríku) í fjörutíu ár. Aðstæðurnar eru jafnvel verri. Hefðbundin prófaðferð hefur ekki komið að notum við að leysa mikilvæg menntunarvandamál. Robert E. Stake er prófessor í uppeldissálar- fræði við University of Illinois, Urbana. Hann er forstöðumaður fyrir Center for Instructional Re- search and Curriculum Evaluation (CIRCE) sem er stofnun innan umrædds háskóla. CIRCE er ein af virtustu námsmatsstofnunum í heiminum og þekkt sem brautryðjandi hvað varðar mannúð- legar og nýstárlegar matsaðferðir sem ýtt hafa við mönnum. Hann hefur skrifað fjölda greina í bækur og tímarit og ritstýrt bókum um mat á skólastarfi. Robert E. Stake er mjög virtur vísindamaður á sínu sviði víða um lönd. En, ég hefi vitað þetta í langan tíma. Hvers vegna held ég áfram að vera námsmats- eða mœlingamaður ? Svarið, sem ég heyri venjulega — það er svarið sem ég hefi trúað þar til nýlega — er að mælingar leiði til greiningar. Greining leiði til skynsamlegrar hugsunar. Við mælum „til að lýsa hlutnum eins og hann raunverulega er.“ Þegar við vitum hvernig hluturinn er, getum við velt fyrir okkur valkostum og afleiðingum þeirra og valið þann rétta á skyn- samlegum forsendum. Góðir valkostir munu minnka líkurnar á því að við séum of háð ein- stökum þáttum. Ég vil frjálst val fyrir sjálfan mig og aðra, tæki- færi til að hafa áhrif á örlög okkar. Vísindi, tækni og mælingar eru tæki til að nota við val — svo þar liggur svarið. Ég verð sífellt minna trúaður á þetta svar. Ég sé ekki að fólk verði skynsamara, jafnvel þótt mæl- ingar þess verði betri. Ég sé ekki að fólk ráði meira eða betur yfir örlögum sínum, fremur hið gagn- stæða. Ég sé fólk fjarlægjast þau markmið og firr- ingin eykst stöðugt vegna krafna og þrúgunar frá viðskiptum, samskiptum, stjórnmálum og félags- legum væntingum. Fólk lítur ekki á upplýsingar okkar sem lykil að lausn vandamála. Mælingum mínum er oft hælt af samstarfsmönnum mínum, sjaldan af þeim sem um upplýsingarnar biðja. Ætli þetta muni breytast? Tækni og vísindi virðast síður stuðla að fram- förum en firringu. Stundum segir skólamaðurinn við mig, að hann vilji ekki fá meira af tölfræði- niðurstöðum mínum, sennilega vegna þess að hann telur misnotkun á upplýsingunum vega meira en not þeirra. Eins og málin standa má vera að hann hafi rétt fyrir sér. En starfsævi mín er hálfnuð. Mun hann senn óttast mælingar mínar minna? 1 Grein þessi birtist undir nafninu „The Seeds of Doubt“ í EDUCATIONAL FORUM, hefti 36, nr. 2, janúar 1972. Ritstjóri. MENNTAMÁL 3

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.