Menntamál - 01.02.1975, Blaðsíða 30

Menntamál - 01.02.1975, Blaðsíða 30
Ásgeir Guðmundsson, þá kennarií Laugarnesskóla, síðar skólastjóri Hlíðaskóla, hafði stundað fram- haldsnám í Svíþjóð og kynnst þar skólaþroska- prófum og hagnýtri notkun þeirra við byrjenda- kennslu. Fræðsluskrifstofa Reykjavíkur hafði einn- ig fengið heimild til að staðfæra hið sænska skóla- þroskapróf Levins og nota í skólum Reykjavíkur. Minniháttar könnun í Laugarnesskóla og Kópa- vogsskóla 1957 sannfærði okkur Ásgeir um, að próf þetta, sem er eingöngu myndapróf, mætti sennilega nota hér óbreytt utan eitt verkefni, sem Ásgeir staðfærði og lagaði að íslensku máli. Fyrir- lagningartexti var síðan þýddur og færður í fastan búning á næstu árum og prófið síðan notað, sem greiningartæki við byrjendakennslu í skólum Reykjavíkur, Kópavogs og raunar miklu víðar fram yfir 1970 og að einhverju marki fram á þennan dag. Því má skjóta hér inn í, að ég hafði einnig haustið 1958 og 1959 lagt fyrir 247 börn í Kópa- vogsskólum norskt skólaþroskapróf (Sandven- prófið), það hafði verið þýtt með leyfi höfundar. Var nokkuð unnið úr þessu prófi seinna, en síðan alveg horfið frá notkun þess, þar eð Levin-prófið var mun styttra og auðveldara í notkun, en virtist þó gefa öllu nákvæmari greiningu og forsögn. Nokkrum árum síðar (1964—65) fór fram nákvæm úrvinnsla á Levin-prófmu undir umsjón Þóris Bergssonar, tryggingafræðings. Var um að ræða heilan árgang nemenda úr skólum Reykjavíkur (nema Skóla ísaks Jónssonar) og Kópavogs, sem komu í skólana haustið 1962 (samtals 1447 börn) og Levin-prófið hafði verið lagt fyrir. Voru niður- stöður prófsins færðar á gataspjöld svo og ýmsar aðrar niðurstöður um námsárangur, aldur, kyn, skóla, o.fl. Við Þórir Bergsson fluttum erindi á fundi í Sálfræðingafélaginu (13. apríl 1965), þar sem við skýrðum frá könnun þessari og niðurstöðum hennar eins og hún lá fyrir í töflum og línuritum, sem Þórir hafði unnið; (sbr. greinargerð Þóris, dags. 21. jan. 1965, ásamt 14 töflum og 12 línu- ritum). Þessar niðurstöður hafa þó aldrei verið birtar á prenti, því miður. Ein ástæðan var sú, að undirritaður vildi alla sér heimilda og gagna, sem sum var ekki að finna nema í söfnum erlendis,' en semja síðan allítarlega ritgerð um efnið. Dróst á langinn að tækifæri gæfist til fræðistarfa af þessu tagi. Og árin liðu. Enn er frá því að segja, að undirritaður lagði MENNTAMÁL 28 einstaklingsgreindarpróf Matthíasar Jónassonar fyrir alla nemendur (fædda 1951), sem hófu nám í Kópavogs- og Kársnesskóla haustið 1958. Sama verki var fram haldið næsta haust, 1959, og greind- arprófið lagt fyrir alla byrjendur í nefndum skólum það haust, þ.e. nemendur fædda árið 1952. Verk þetta var nokkuð tímafrekt, m.a. af því, að ég lagði prófin oftast fyrir í tveim áföngum. Þótti mér miklu varða, að börnin væru áhugasöm og nytu sín sem best við verkefnin. Heimildar til að leggja prófið fyrir var aflað hjá fræðsluyfirvöldum Kópa- vogsbæjar ogFræðslumálaskrifstofunni, en ekki var leitað leyfis frá hverju einstöku foreldri. Barn var ávallt prófað á skólatíma og sótt í kennslustund. Ekki minnist ég þess, að neinar kvartanir bærust frá foreldrum um þessar undarlegu ferðir barn- anna, en sumir foreldrarnir höfðu samband við mig og spurðu um niðurstöður, svo og eitt og annað varðandi barnið. Einnig hafði ég að eigin frum- kvæði samband við nokkra foreldra, þar sem mér þótti ástæða til. Sömuleiðis var reynt að miðla upplýsingum til kennara varðandi nemandann, en þó farið varlega í þeim efnum. Man ég, að meðferð upplýsinga og hugsanleg misnotkun þeirra, þ.e. trúnaðarskylda mín, var eitt helsta áhyggjuefni mitt á þessum árum. Sjálfur vann ég nokkuð úr þessum prófniður- stöðum jafnóðum og þeim var lokið ár hvert. Var þar um einfalda tölfræðilega úrvinnslu að ræða, miðlægni dreifingar, staðalfrávik hópsins, kann- aður mismunur mælitalna, hvort marktækur væri, þegar aðalsafni var skipt i smærri flokka eftir árgöngum, kynjum og skólum. Einnig gerði ég nokkra fylgnireikninga milli greindarvisitölu og einkunna í lestri og reikningi. Þetta var „handa- vinna“ unnin með blýanti og reiknivél af frum- stæðri gerð. Ekki birti ég neitt af þessum útreikn- ingum. Ástæður þess voru margar, en sú helst, að ég leit á prófanir mínar sem einn þátt í langtíma- rannsókn á lífsferli þessara einstaklinga. Eitt þeirra rannsóknaratriða, sem fyrir mér vakti, var könnun á stöðugleika greindarmælinga hjá sama einstakl- ingi yfir lengra tímabil. Til þess þurfti að endur- prófa síðar þau 300 börn, sem voru í upphaflega safninu. Það var mikið verk, þar eð börnin yrðu nú eldri (12-13 ára) og prófun þeirra því tíma- frekari en þegar þau voru yngri. Guðjón Jóns- son, kennari, og Jóna Brynjólfsdóttir, sálfræðingur, unnu þetta verk. Megin hluta þess vann Guðjón,

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.