Menntamál - 01.02.1975, Blaðsíða 25

Menntamál - 01.02.1975, Blaðsíða 25
um að byrja með salt, sykur, bökunarsóda, sítrónu- safa og vatn. Þegar sumum þessara efna er blandað saman verða til loftbólur. Hvaða efnum þarf að blanda saman svo að til verði loftbólur? Hve lengi koma loftbólur? Hvernig er hægt að lengja þann tíma sem loftbólur myndast? Hvaða önnur efni geta orsakað loftbólur? Hvaða efni væri hægt að bæta við blönduna til að loftbólur hætti að mynd- ast ? Önnur efni breyta um lit þegar þeim er blandað saman. Spyrja má um samsvarandi atriði hvað þau snertir. Ekki er nægjanlegt að hafa skrifaðar kennslu- leiðbeiningar þegar um er að ræða nýjar kennslu- aðferðir. Til að koma námseiningunni af stað þurfti einnig kennaranámskeið. Ég ætla ekki að lýsa þeim í smáatriðum, en þrjú meginatriði virtust einkenni þessi námskeið. í fyrsta lagi að kennafarnir lærðu á sama hátt og börnunum var ætlað að læra. Svo tii allir þættir einingarinnar henta eins vel fullorðnum, svo að kennararnir upplifðu þá á sama eða svipaðan hátt og börnin. Annað atriði var að kennararnir fengu tækifæri til að fylgjast með einu eða tveimur börnum og gátu þannig betur fylgst með hvernig þau brugðust við. í þriðja lagi sáu kennararnir kvikmynd þar sem þeir gátu fylgst með hvernig hægt væri að vinna á þennan hátt með venjulegri bekkjardeild. Fjórða atriðið var af öðrum toga spunnið að nokkru leyti. Fáir kennarar eiga auðvelt með að breyta starfi sínu á þennan hátt eftir stutt kennara- námskeið og með aðstoð ritaðra kennsluleiðbein- inga. Það virtist mikilvægt að gefa kennurum tæki- færi til að hafa samband við aðra sem unnu að sömu verkefnum. Enn betra virtist vera ef hægt var að fá einhvern sem hafði reynslu til að vera til halds og trausts. M ATSVERKEFNI Þótt mikils sé um vert að starf nemendanna sé líflegt og áhugavekjandi fannst mér eftirsóknarvert ef hægt væri að komast að því hvort þessar breyt- ingar hefðu áhrif þegar frá liði. Mér datt í hug að bera á einhvern hátt saman börn sem höfðu tekið þátt í nýju námseiningunni og önnur sem ekki höfðu gert það. Ég gerði mér í hugarlund að börnin sem unnu með nýja námsefnið hefðu tvenns konar forskot. Kennarar höfðu sagt okkur að börnunum færi fram við að spyrja eigin spurninga og að svara þeim. Raunverulega þýddi þetta að þau fengju fleiri hugmyndir og hefðu meira traust á eigin hugmyndum. Ef rétt væri að þessi börn beittu fremur vitrænni hugsun innan og utan skólans en áður, taldi ég, að eftir lengra tímabil yrðu þau á marktækan hátt komin fram úr öðrum börnum hvað snerti starfslega hugsun. í raun ætlaði ég að prófa tilgátu mína um að þróun greindar væri fólgin í því að fá „stórkost- legar“ hugmyndir og hafa nægjanlegt sjálfstraust til að sannreyna þær. Einnig ætlaði ég að prófa þá hugmynd mína að skólastarf gæti haft áhrif á þessar „stórkostlegu" hugmyndir nemenda. Að- eins verður gefin samantekt um þetta matsverkefni hér.1 Matsverkefnið var í tveimur hlutum. Fram- kvæmdin í fyrsta hlutanum var að hluta byggð á eðlisfræðiprófum sem Philip Morrison hafði lagt fyrir stúdenta í M.I.T. háskólanum. í prófum þessum fengu allir stúdentar sömu gögn og efnivið en þeirn var ekki látið í té neitt ákveðið vandamál til að vinna að. Þess í stað var verkefni þeirra að finna vandamál og síðan að vinna að lausn þess. Morrison þótti það mikilverðast að stúdentar fyndu vandamál eða viðfangsefni eins og Kevin, Stephanie og stærðfræðingurinn höfðu gert. í þessum prófum kom greinilega í ljós að þekking og hugkvæmni stúdentanna var mjög misjöfn og tilraunirnar sem þeir gerðu takmörkuðust af því vandamáli sem þeir völdu sér. í okkar matsverkefni urðum við að aðlaga þessa matsaðferð svo að hún hæfði sex ára börnum. Okkur langaði til að sjá hvað börn sem höfðu starfað samkvæmt námseiningunni okkar í eitt ár eða meira mundu gera við gögn og efnivið ef þau væru látin ein og án íhlutunar kennara. Okkur langaði til að sjá hvort „okkar börn“ hefðu fleiri hugmyndir en önnur um hvað hægt væri að gera við þau gögn, tæki og efnivið sem við létum í té. Efniviðurinn og tækin voru að sjálfsögðu önnur en þau sem börnin höfðu unnið með í námseining- unni. Við völdum tvenns konar hluti. Hluti sem ekkert barnanna hafði séð áður, eins og t.d. litaðar 1 Heildarskýrsla: Eleanor Duckworth. „A Comparison Study for Evaluating Primary School Science in Africa". African Primary Science Program of Education Development Center, Newton, Mass. Október, 1971. MENNTAMÁL 23

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.