Menntamál - 01.02.1975, Blaðsíða 19

Menntamál - 01.02.1975, Blaðsíða 19
að byrja á svolítilli sjálfsævisögu. (Ég bið afsökunar á því.) Barátta mín við að komast að hvernig hug- myndir Piaget tengjast skólastarfi, stóð í nokkur ár. Ég hafði aldrei heyrt Piaget nefndan þegar ég hlýddi fyrst á hann sem nemandi í París árið 1957. Ég var nýbúin að ljúka B.A. námi í heimspeki og það var heimspekingurinn Piaget sem heillaði mig — vann mig svo að ég fór til Genfar (Piaget starfar þar) og dvaldi þar í tvö ár við framhaldsnám og vann sem aðstoðarmaður við rannsóknir. Árið 1962 hætti ég námi til doktorsgráðu og þáði starf, sem þátttakandi í mótun námskrár og námsefnis í raungreinum. Það var einnig um sama leyti að ég fór að veita skólastarfí athygli. í fyrstu þáði ég starfið aðeins sem hvert annað starf, en til allrar hamingju fyrir mig hafði ég dottið inn í hóp áhuga- sams skólafólks og ég dróst með. Þeir starfsfélagar mínir sem ég dáðist mest að komust mjög vel af án nokkurrar sérþekkingar í sálarfræði. Þeir treystu eigin innsæi um hvenær og hvernig börn læra og þeir höfðu rétt fyrir sér. Innsæi þeirra var frábært. Þeir voru í miklum vafa um Piaget. Nafn hans hafði þá ekki birst á forsíðu Saturday Review eða New York Times Magazine. Þeir höfðu gert sér eigin mynd af honum og sú mynd var af ströngum og kímnilausum gáfumanni sem spurði lítil börn spurninga sem voru vissulega óskiljanlegar og börnin reyndu að sjá í augum hans svarið sem ætlast væri til að gefið yrði. Ekki var að undra að börnin gátu ekki hugsað skýrt. (Fleiri en einn af þessu samstarfsfólki mínu veitti Piaget fyrst athygli þegar þau sáu ljósmynd af honum. Ef til vill var hann Svisslendingur, hugsuðu þau, en hann lítur ekki út eins og Kalvín: Ef til vill getur hann talað við börn, þegar allt kemur til alls.) Ég vissi ekki sjálf hvað ég ætti að hugsa. Starfs- félagar mínir virtust ekki vera verri þótt þeir tækju Piaget ekki alvarlega. Ég varð einnig að játa að ég virtist engu betri. Skólar virtust svo flókin fyrir- bæri samanborið við sálfræðirannsóknarstofu að ég gat ekki fundið nein atriði sem voru til sérstakrar hjálpar. Piaget virtist ekki aðeins vera fjarlægur og óraunverulegur heldur var ég ekki lengur viss um að hann hefði rétt fyrir sér. í nokkur ár nefndi ég hann varla og reyndi aðeins að hjálpa til og aldrei minnist ég þess að ég tengdi það sem gert var niðurstöðum hans. Verst leið mér, þegar einn af starfsfélögum mín- um sýndi mér svar sem skrifað var af Stephanie, sem var sex ára í fyrsta bekk. Börnin höfðu verið að athuga hæð vökva í pipum, mismunandi að þvermáli. Svar Stephanie var svona: „Ég veit hvers vegna það virðist vera hærra í mjóu pípunni. Vegna þess að vökvinn stendur hærra. En hin er feitari svo að það er jafn mikið í pípunum“. Starfsfélagi minn hampaði sigri hrósandi þessu svari sem sönnun fyrir því að sex ára börn geti leitt rök að samspili tveggja breytistærða. Ég vissi ekki hvað ég átti að segja. Auðvitað var svarið einfalt. Sum sex ára börn geta leitt rök að slíku samspili. Aldursbilin sem Piaget talar um eru aðeins viðmiðanir, ekki alhæfingar. Sum börn þroskast hraðar, önnur hægar. En svo óörugg var ég á þessari stundu að atburðurinn hafði slæm áhrif á mig og skýringar mínar hljómuðu eins og hikandi afsakanir. Ég hef fleira að segja um þennan atburð, en það verður að bíða enn um stund. Hér ætla ég aðeins að lýsa þessari baráttu minni. Ef Piaget hefði rétt fyrir sér, hvernig gæti hann þá orðið að gagni? Ef aðalatriði í hugmyndum Piaget er að börn á ákveðnum aldurstigum geti ekki skilið ákveðin atriði — varðveislu, hverful- leika, þriðju vídd — hvað segði slíkt okkur um starfið í skólunum? Eigum við að reyna að kenna börnum þessi atriði? Líklega ekki, því að í fyrsta lagi segir Piaget að við myndum líklega ekki ná árangri. í öðru lagi er aðalatriðið í því sem við höfum lært hjá Piaget, að hægt er að láta börn sjálf um að skilja þessi atriði. Við þurfum ekki að mata þau. Nokkrir mánuðir liðu þangað til ég gerði mér ljóst að slíkt væri ekki góð aðferð til að nýta sér hugmyndir Piaget. Einn möguleikinn til að nýta hugmyndir Piaget í skólastarfi er að hafa í huga hversu langt hæfi- leikar barna ná til að flokka, átta sig á varanleika, raða o.sv.frv., þegar ákveðið er hvað á að kenna þeim á tilteknum aldri. En ég komst að því að þetta væri ekki viðhlítandi viðmiðun við ákvörðun um hvað eigi að kenna. Það er svo margt annað sem hafa þarf í huga. Augljósasta ástæðan er auðvitað að í hverjum barnahópi eru börn á mjög mismun- andi þroskastigum. Ef sniðið er eftir meðalþroska barna er vissa fyrir að farið er á mis við stóran hluta af hópnum. Þar að auki hefur sálfræðingur eins og ég ekkert allsherjarvald. Hæfir kennarar, MENNTAMÁL 17

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.