Menntamál - 01.02.1975, Blaðsíða 6

Menntamál - 01.02.1975, Blaðsíða 6
MENNTAMÁL 4 Vandamálið er jafnvel enn flóknara. Hvað er það sem ég mæli ? Ég hef ekki lengur á tilfinning- unni, að einhver „rétt leið“ sé til. Það sem er, virðist aðeins vera. Þótt ég geti mælt nákvæmar, áreiðanlegar og sannanlegar, þýðir það ekki, að ég mæli þaö sem er. Raunar dreg ég úr líkum þess að mælt sé það sem er með því að leggja minni áherslu á tímabundin áhrif og ályktunarhæfni — þessi persónulegu einkenni manna. Það sem fólk sér og hefur á tilfínningunni er það sem er. Mælingar mínar eru ekki tilraunir til að komast að sannleikanum. Þær eru sá umbúnaður, sem ég vel sannleikanum. Þær eru annað dæmi um nýju fötin keisarans — aðeins minni áhersla lögð á keisarann, sem er ósýnilegur, en meiri á fötin, sem eru það sem sjáanlegt er. Hafa mælingar mínar engan annan tilgang, en að hvetja starfsbræður mína í hópi sérfræðinga, en afvegaleiða alla aðra? Ég trúi að þær hafi annan tilgang. Það er fínnanlegur tilgangur. Tilgangur, sem sjaldan er komið auga á og sjaldan er virtur. Ég held að mælingar geti hjálpað í baráttunni gegn of mikilli einföldun. Heimspekingar, stjórnmálamenn og tæknimenn leggja sitt af mörkum til „hinnar miklu einföld- unar.“ Aðeins athuganir hamla gegn því. Stöku sinnum styðja upplýsingar hugmynd, oft er þó ekki svo og aldrei staðfesta þær fullkomlega hug- mynd. Stundum nota „einföldunarmennirnir“ rannsóknarniðurstöður til að styðja ákveðið mál- efni. En megináhrif rannsókna — eins og við sjáum þær í menntamálum í dag — er að neita gildi til- gátna. Mælingar segja alltaf: „Nei, það er ekki nákvæmlega svona“. Mælingar eru frjókorn efans. Heimurinn þarfnast forgöngumanna, en heim- urinn þarfnast einnig efahyggju. í dag sé ég heim sem gerir lítið úr efahyggjunni en dýrkar forgöngu- menn sína á hverjum tíma. Einn sannleikur, eitt gildismat, eitt sjónarmið er sett öðru framar. Mér virðast mælingar vera mikils virði þessum heimi, ekki af því að þær færi okkur sannleikann, heldur vegna þess, að þær benda okkur á aðrar hliðar „sannleikans“.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.