Menntamál - 01.02.1975, Blaðsíða 37

Menntamál - 01.02.1975, Blaðsíða 37
aðar kannanir í Bandaríkjunum,11 það sýnir, að hér er ekki um sérkenni hins íslenska prófs að ræða, heldur er hér um að ræða almenn — og nú orðið alþekkt — atriði í sambandi við stöðug- leika greindarvísitölu eins og hún mælist með próf- um sem þessu. Því er vert að endurtaka það, sem áður var sagt, að ekki skyldi byggja veigamiklar ákvarðanir á niðurstöðu eins slíks prófs, hve áreið- anlegt sem það er. Það verður að hafa í huga, að sá einstaklingur, sem um er verið að fjalla, gæti verið einn þeirra, sem sýna verulegt flökt í mældri greind. TAFLA V Breytingar á greindarvísitölu frá fyrsta til sjötta bekkjar. Greindarpróf Matthíasar Jónassonar. Breyting Lægri á seinna prófi Hærri á seinna prófi Sam- tals °/ /o 0 stig 16 6,01 1- 5 stig 54 56 110 41,35 6-10 stig 31 24 55 20,68 11-15 stig 24 20 44 16,54 16-20 stig 10 11 21 7,89 21-25 stig 7 4 11 4,14 26-30 stig 2 5 7 2,63 31-35 stig 1 1 2 0,75 Samtals: 129 121 266 99,99 Nióurstödur og ályktanir: Tveir heilir árgangar fyrstu bekkinga í barnaskólum Kópavogs, 300 börn alls, voru greindarprófuð með greindarprófi Matthíasar Jónassonar. Af þeim voru 266 endur- prófuð í sjötta bekk. Athugaður var stöðugleiki greindarvísitölunnar eins og hún mælist með þessu prófi. Fylgni var reiknuð milli útkomu úr prófinu í fyrsta bekk og sjötta bekk og fylgnitalan borin saman við niðurstöður sambærilegra athugana, sem gerðar hafa verið á Stanford-Binet prófinu í Bandaríkjunum. íslenska prófið stenst þann sam- anburð. Miklar breytingar verða þó hjá nokkrum einstaklingum, en einnig þær eru sambærilegar við það, sem fundist hefur við bandarísku rannsókn- irnar. Það má því álykta, að íslenska prófið sé jafn áreiðanlegt og slík próf geta verið eða voru, þegar prófið var gert. íslenska prófið er ekki staðlað eftir normal kúrfu, greindarvísitalan er reiknuð sem hlutfall milli greindaraldurs og lífaldurs. Meðaltöl og staðalfrá- vik eru því breytileg eftir aldri og kynjum, stundum allverulega, og það verður að hafa í huga, þegar niðurstöður prófsins eru notaðar. Það væri æski- legt, bæði vegna þessa og vegna aldurs prófsins, að endurstaðla það og setja meðaltalið 100 og staðalfrávikið 15 eða 16 fyrir alla árganga. Þ. J. K. TILVITNANIR: 1 Cronbach, Lee J.: Essentials of Psychological Testing. New York: Harper and Row, 1960, bls. 176. 2 Matthías Jónasson: Greindarþroski og greindar- próf. Reykjavík: Menntamálaráðuneytið, 1956, bls. 7. 3 Sama rit, bls. 49. 4 Sama rit, bls. 46-48. 5 Sama rit, bls. 20. 6 Sama rit, bls. 21. 7 The Harvard Growth Study, frásögn Dearborn og Rothney. Tekið hér skv. endursögn Bayley, N.: „Consistency and Variability in the Growth of Intelligence from Birth to Eighteen Years“. Journal of Genetic Psychology, 1949, 75, bls. 171. 8 Bayley, N.: Sama grein, bls. 169-171. 9 Sama grein, bls. 183. 10 Honzik, McFarlane and Allen: „The Stability of Mental Test Performance Between Two and Eighteen Years“, JournalofExperimental Education 17, 1948, bls. 309-324. 11 Cronbach, Lee J.: Sama rit og að ofan, bls. 177-179. MENNTAMÁL 35

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.