Menntamál - 01.02.1975, Blaðsíða 21

Menntamál - 01.02.1975, Blaðsíða 21
þótt hann teldi bikarana og eggin og endaði á tíu í báðum tilfellum. Talning er ekki nægjanleg til að sannfæra hann um að nógu margir eggjabikarar eru fyrir eggin. Hvernig gat þá talning verið nægjan- leg stærðfræðingnum? Ef hann, á umræddu tíma- bili, skildi ekki varanleika fjölda hvernig sem talið væri, hefði talningin ekki átt að skipta máli. Ef hann skildi varanleika fjölda hefði hann frá upphafi átt að vita að alltaf fengist sama niðurstaða. Ég held að atburðurinn hafi byggst á hans eigin stórkostlegu hugmynd. Hann spurði sjálfan sig spurningar og fann, á eigin spýtur aðferð sem hugsanlega gæfi honum svar. Það sem ég er að segja, er að hann hafi verið á áfangaskilum og svo hafi einnig verið um Stephanie og Kevin. Ég held að af þessu megi draga mikilsverðar uppeldisfræðilegar ályktanir. Þessir þrír atburðir sýna okkur á lifandi hátt hvernig börn þroskast vitrænt. Ályktunin er tvíþætt. í fyrsta lagi getur rétt spurning á réttum tíma komið börnum til að hugsa þannig að þau taki umtalsvert skref á þroska- braut sinni. í öðru lagi er nærri ógerningur fyrir fullorðna að vita hvenær réttur tími er fyrir ákveðna spurningu fyrir hvert einstakt barn, en börn geta formað réttu spurninguna þegar aðstæður eru fyrir hendi. Þegar rétta spurningin hefur mótast reyna þau að leita svars. Svörin koma ekki auðveldlega í neinu af umræddum tilfellum en börnin voru undir það búin að leita þeirra. Þótt einhver hafi hugmynd þýðir það ekki að hann telji að sú hug- mynd sé endilega rétt, heldur að hann vilji sann- reyna hana. Við umhugsun um reynslu, eins og ég hefi lýst fóru að þróast í huga mér hugmyndir um hvað skólastarf gæti verið og um tengsl þess við vitrænan þroska. HANK Allir vita að börn þroskast ótrúlega mikið vit- rænt fyrstu eitt eða tvö æviárin. Piaget hefur skrifað um það, en allir foreldrar vita að svo er. Gömul og ný spurning er, hvers vegna dregur svo mjög úr vitrænum þroska margra barna sem raun ber vitni um? Hvað verður um forvitni og ímynd- MENNTAMÁL 19

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.