Menntamál - 01.02.1975, Blaðsíða 8
vinnu og að taka tillit hver til annars
og einnig á hann að gefa nemendum
tækifæri til að búa sig undir lífsstarf,
eða eins og sumir segja að „koma sér
áfram í lífinu". Þetta finnst kennur-
um oft erfitt að samræma. Heldur þú
að þetta valdi erfiðleikum?
Svar:
Alveg áreiðanlega. Flestir kennar-
anna hafa sjálfir í skóla numið eftir
því kerfi þar sem einstaklingurinn
verður að bjarga sér. Líf þeirra eins og
flestra í okkar samfélagi hefur einnig
byggst á meiri og minni einstaklings-
hyggju. Það er því erfitt að koma á
vinnustað og beita sér fyrir samvinnu
og hópstarfi.
Spuming:
Ræddir þú við kennara, sem höfðu
reynt að stuðla að þessu ?
Svar:
Því miður varð ég ekki mikið var
við umræður um uppeldisfræði og
kennslufræðilegar hugmyndir í þeim
skólum sem ég kom í. Það stafar mjög
líklega af því að kennarar, bæði sem
einstaklingar og stétt, eru ótrúlega
einangraðir.
Spuming:
Hvernig stendur á þessari einangrun
kennara hver frá öðrum ?
Svar:
Það vantar einfaldlega tíma til þess
að ræða málin. Skóladagurinn er
þéttsetinn og hver mínúta dagsins
skipulögð. En það er ekki gert ráð
fyrir því í þessari skipulagningu að
kennarar ræði sín vandamál.
Hin hefðbundna bekkjarskipun sem
enn er ríkjandi i skólakerfinu kemur
oft í veg fyrir samvinnu og samband
milli kennara. Eigi kennari við vanda-
mál að etja í bekkjarstarfinu er mjög
auðvelt að einangra sig með þetta
vandamál í stað þess að ræða það við
samkennara sína og leita orsaka. Þar
að auki er litið svo á að kennara hafi
mistekist í starfi, eigi hann í erfið-
leikum með bekk.
MENNTAMÁL
6
Spurning:
Verkmenntakennarar og iðnskóla-
kennarar, svo tvö dæmi séu tekin, hafa
ekki samskonar menntun og aðrir
kennarar. Þeir hafa oft, úti í atvinnu-
lífinu, unnið við þá grein sem þeir
kenna. Er þeirra aðstaða í kennslu
frábrugðin aðstöðu annarra kenn-
ara?
Svar:
Ég ræddi við smíðakennara og
húsmæðrakennara og mér fannst að
þeir hefðu meiri samfélagslega reynslu
En ég komst einnig að því að þeir
litu á sig kennara, er stæðu þrepi neðar
en hinir kennarar skólans. Því til
stuðnings bentu þeir á starfsaðstöðu
greinarinnar, kennsluskyldu og lægri
laun. Þeir bentu einnig á, að ekki
væri undarlegt að nemendur litu niður
á verkmenntagreinar þegar staða
þeirra innan skólans væri skör lægri
en annarra greina.
Spurning:
í bók þinni segir þú m.a. að engin
starfsstétt álíti sig eins ,,miðstýrða“,
(stjórnað að ofan) eins og kennara-
stéttin. Er þetta rétt hjá kennurunum ?
Svar:
Ég veit ekki hvort kennarar lúta
meiri ,,miðstýringu“ en aðrar stéttir,
ég held jafnvel að svo sé ekki. Hins
vegar Iítur svo út í fljótu bragði og
m.a. á einangrun kennara þátt þar í.
Kennarar hafa sjaldan eða aldrei
tækifæri til að umgangast aðrar stéttir.
Ef svo væri kæmust kennarar ef til
vill að því, að þar finnst mörgum
einnig allt of miklu stjórnað „að
ofan“.
Þessi skortur á tengslum milli kenn-
ara og annara stétta álít ég mikið
vandamál. Ég held að við verðum
að fá fólk úr öðrum stéttum inn í
skólana og jafnframt að fá starf skól-
anna meira út i samfélagið.
Spurning:
Ef þú í stuttu máli bærir aðstöðu
kennara saman við aðrar stéttir, sem
þú fjallar um í bók þinni, hvernig
yrði sú umsögn ?
Svar:
Kennarar eru einmana. Einmana-
leikinn er meiri innan kennarastéttar-
innar en í nokkurri annarri starfs-
grein sem ég hef haft kynni af. Einnig
eiga hinar mörgu og ólíku kröfur sem
gerðar eru til kennara þátt í erfið-
leikum starfsins. Má þar nefna kröfur
samfélagsins — ólíkar menntastefnur
— kröfur foreldra — kröfur nemenda
o.s.frv. Eftir að bók mín kom út hef ég
fengið bréf frá fólki, sem þekkir til
skólastarfsins og þau eru ekki upp-
örvandi. Þar kemur m.a. fram að
sumir kennarar hafa gripið til ör-
væntingarfullra ráða í þeirri trú að
engrar utanaðkomandi hjálpar sé að
vænta. Það óhugnanlega er — þó það
eigi ekki aðeins við kennara — að við
höfum séð hvernig vinnufélagi er
smám saman að missa fótfestu vegna
einhverra vandamála, en þorum ekki
að gera neitt. Þessu til viðbótar fær
kennarinn oft lítinn stuðning frá skóla
stjórninni sem lítur fremur á sig sem
stjórnanda og uppeldisfræðing en
þann aðila sem lætur sig starfsfólkið
einhverju skipta.
Spurning:
í bókinni segir þú einnig: „Það er
til skammar að ekki skuli vera ein-
hverjir aðilar sem fjalla um vandamál
sem starfsfólk skólans á við að stríða".
Hvað átt þú við með þessum orðum ?
Svar:
Margir kennarar sögðu við mig:
„Við höfum engan til þess að leita til
með okkar vandamál“. Nemendur
geta leitað til sálfræðinga og skóla-
ráðgjafa, skólalækna o.fl. aðila. Alla
þessa möguleika ættu kennararnir
einnig að hafa.