Menntamál - 01.02.1975, Blaðsíða 26

Menntamál - 01.02.1975, Blaðsíða 26
plastþynnur, kubba mismunandi að lögun, spegla sem hægt var að leggja saman og tiibúna kubba til að byggja úr. í öðru lagi höfðum við hluti sem börnin þekktu, en höfðu ekki verið notaðir í náms- einingunni, eins og t.d. eldspýtustokka, reiðhjóla- og bílaslöngur, vírhankir, spýtur, málmstykki og tóm tvinnakefli. Úr hverri bekkjardeild völdum við 12 börn af handahófi og sögðum þeim, á móðurmáli þeirra, að fara inn í herbergið og gera það sem þau vildu við hlutina sem þar væru. Við sögðum þeim að þau mættu fara um allt herbergið, tala saman og vinna með félögum sínum. í mjög stuttu máli og einfölduðu, fundum við að börnin sem höfðu tekið þátt í námseiningunni höfðu í raun fjölbreytt- ari og fleiri hugmyndir um hvað hægt væri að gera við umrædda hluti. Einkennandi fyrir þessi börn var að þau litu fyrst á hvaða hlutir voru í stofunni, athuguðu nokkra og fóru svo að vinna að einhverju með áhuga og af einbeitni. Stundum unnu þau hvert fyrir sig og stundum fleiri saman. Þau fluttu hlutina milli borða og notuðu þá á óvæntan hátt. Hugmyndir virtist ekki þrjóta. Eftir því sem á tímann leið urðu þau áhugasamari og þeim þótti leiðinlegt að þurfa að hætta eftir 40 mínútur. Hins vegar virtust börnin sem ekki höfðu tekið þátt í námseiningunni hafa miklu færri hugmyndir um hvað hægt væri að gera við hlutina. Þau líktu mjög eftir hugmyndum einstakra barna í hópnum og dvöldu ekki lengi við sama verkefni, en voru flöktandi frá einum hlut til annars. Lítið var um að börnin ynnu markvisst eða samfellt í langan tíma og einbeittu sér að því að sigrast á erfiðleikum. Stundum virtust börnin vera orðin hugmynda- snauð og verkefnalaus eftir 30-35 mínútur. Við litum á tvennt: 1. fjölbreytni hugmynda í hópnum og 2. hvernig unnið var úr hugmyndinni. Á báðum sviðum stóðu börnin úr tilraunahópnum sig betur. Það sem við gerðum kom raunverulega í staðinn fyrir það sem við vildum helst hafa gert. Okkur langaði til að vita hvort reynsla þeirra barna sem tóku þátt í tilrauninni hefði orðið til þess að þau væru næmari fyrir möguleikum sem birtust í venju- legum hlutum i umhverfi þeirra, spyrðu og rann- sökuðu utan skólatímans. Gaman hefði verið að reyna að svara þeirri spurningu en tími okkar leyfði það ekki. Það sem við gerðum, og ég hefi sagt frá hér að framan, var ef til vill of líkt venjulegu starfi í skólanum til að hægt væri að draga gildar ályktanir um hvað börnin gerðu utan skólans. Tilgáta mín er að þessi viðbrögð, sem ég hefi rætt um, séu hreyfiafl vitræns þroska. Enginn efi er á því að slíkur þroski þróist á samfelldan hátt en ekki í stökkum. Öll börn bregðast við umhverfi sínu en sum eru hugmyndaríkari og skarpari en önnur. Tilgáta mín er einnig að slík viðbrögð barna séu ekki fastmótuð. Með því að opna börnum margbreytilegan heim venjulegra hluta og um- hverfis og með því að hjálpa þeim að hafa trú á eigin hugmyndum og vinna að lausn þeirra — held ég að hægt sé að hafa marktæk áhrif á hæfni þeirra til að fá ,,stórkostlegar“ hugmyndir. Námseiningin virtist hafa slík áhrif á báða þessa þætti og þegar við hófum athugunina hafði hluti barnanna tekið þátt í tilraunanámseiningunni í þrjú ár. Mér virtist að hugsanlegt væri að þátttaka í námsstarfi sem styddi við og laðaði fram þau viðbrögð, sem hér hefur verið rætt um, hefði varanleg og marktæk áhrif á vitrænan þroska barnanna. Seinni hluti matsverkefnisins fólst í að athuga sömu börn, hvert út af fyrir sig. Menn sem töluðu móðurmál barnanna lögðu fyrir þau þroskapróf Piaget. Við tölfræðiútreikning kom í ljós að börnin úr tilraunabekkjunum stóðu sig betur en börnin úr samanburðarhópnum í fimm verkefnum af þeim sex sem voru lögð fyrir börnin. Mér finnst þetta merkileg niðurstaða. Þetta er eina tilraunin, sem ég veit um, sem bendir til þess að eitthvað sem gerist í skólum geti haft marktæk áhrif á vitrænan þroska. Ég verð þó að benda á eitt mikilsvert atriði varð- andi niðurstöðurnar. Ég er alls ekki að segja að skólinn eigi að reyna að hraða þroska nemendanna upp eftir þroskastigum Piaget. Eitt fræðilegt atriði er nauðsynlegt að nefna. Tilgáta mín í upphafi þessarar greinar var að vitrænn eða greindarþroski byggðist á því að fá „stórkostlegar hugmyndir“. Með öðrum orðum að börn þroskist við skapandi athafnir. Þegar Hank kom fram með svar við vandamálinu, byggðist það á stórkostlegri hug- kvæmni — skapandi hugsun. Við verðum að finna möguleikana áður en við reynum þá. NIÐURSTAÐA Ég hef haldið því fram í þessari grein að vitrænn þroskaferill barna sé hvorki áskapaður eða fast- mótaður. Ég gæti dregið úr þessari fullyrðingu með því að segja að áskapaði hlutinn af vitrænum MENNTAMÁL 24

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.