Menntamál - 01.02.1975, Blaðsíða 44
5.2. Hugsanlegt námskeið.
Ef bókin „This Way“ sem ætluð er fyrir 6. bekk,
kemur út í haust verður hún kynnt á stuttu nám-
skeiði úti á landi um mánaðarmótin ágúst-sept-
ember.
5.3. Námskeið í Hastings í júní—júlí.
Vonast er til að hægt sé að bjóða kennurum
7.—10. bekkjar námsför til Hastings eins og undan-
farin ár. Ekki hefur þó fengist endanlegt svar og
því ekki hægt á þessu stigi málsins að auglýsa tíma
eða kjör. Verður það gert síðar.
VI. Samfélagsfræði
6.1. Námskeið í Æfinga- og tilraunaskóia KHt
16.—20. ágúst.
6.2. Námskeið í Stórutjarnaskóla S.-Þing. 23.—
27. ágúst.
Umsjón: Kristín H. Tryggvadóttir og Guðmund-
ur Ingi Leifsson.
Námskeiðin eru einkum ætluð kennurum 3.
bekkjar (9 ára) grunnskólans og verður fjallað um
sama efni á báðum námskeiðunum.
Skólaárið 1976-1977 verður lokið endurskoðun
fyrsta áfanga samfélagsfræði námsefnis sem ætlað
er nemendum 3. námsárs grunnskóla. Gefst þá þeim
kennurum, sem áhuga hafa á, tækifæri til að taka
þetta námsefni til kennslu. En þar sem hér er ekki
eingöngu um nýtt námsefni að ræða heldur jafn-
framt reynt að brydda upp á nýjum kennsluaðferð-
um telja aðstandendur samfélagsfræðarinnar mjög
brýnt að þeir kennarar sem ætla sér að taka þetta
nýja námsefni til kennslu sæki námskeið í sam-
félagsfræði sem haldin verða á vegum Kennara-
háskóla íslands. Verður þetta nýja námsefni því
fyrst um sinn aðeins fengið þeim kennurum í hendur
sem hafa sótt námskeið í samfélagsfræði.
Námskeiðinu verður þannig háttað að megin-
áhersla verður lögð á aðferðir og vinnubrögð við
samfélagsfræðikennslu og dæmi um efnismeðferð
einkum tekin úr nýja námsefninu fyrir 3. námsár.
Kennurum gefst einnig kostur á að kynna sér
sýnishorn af vinnu nemenda úr tilraunakennslunni.
Hjálpargögn og ítarefni verður kynnt og tækifæri
gefið til að vinna að skipulagningu kennslu fyrir
3. námsár.
VII. Líffræði
Fjögur námskeið verða haldin í líffræði í Stóru-
tjarnaskóla S.-Þing. (með þeim J'yrirvara þó að ef
meiri hluti þátttakenda í námskeiðum 7.3. og 7.4.
er af Reykjavíkursvæðinu verða þau haldin í
Reykjavík).
Umsjón: Reynir Bjarnason námsstjóri.
7.1. Námsefni 4.—5. bekkjar 8.—12. júní.
Lífverur. Líf í fersku vatni.
7.2. Námsefni 5.6. bekkjar 13.—19. júní.
Líf í sjó. Maður.
7.3. Námsefni 7. bekkjar 21.—26. júní.
Frá sameind til manns.
7.4. Námsefni 8. bekkjar 28. júní — 3. júlí.
Frá sameind til manns.
VIII. Kristinfræði
8.1. Kynningardagar í kristinfræði fyrir kennara
grunnskólans 21. og 22. ágúst.
Staður: Kennaraháskóli íslands.
Umsjón: Helgi Þorláksson skólastjóri.
Kynning á nýrri námskrá í kristinfræði og um-
ræður um framkvæmdaáætlun.
Námskeið í greininni er áformað sumarið 1977.
IX. Skólastjórn
9.1. Námskeið í skólastjórn 16.—21. ágúst.
Staður: Æfinga- og tilraunaskóli K.H.Í.
Umsjón: Ásgeir Guðmundsson skólastjóri.
Hámarksfjöldi þátttakenda: 60.
Námskeiðið er fyrst og fremst ætlað skólastjórum
og yfirkennurum.
Starfstilhögun:
1. Erindi og umræður um tiltekin efni sem efst eru
á baugi í skólamálum.
2. Stutt erindi og umræður í smáum starfshópum
um ýmis störf skólastjórnar.
3. Hringborðsumræður um afmarkaða þætti
skólastjórnar, uppeldis og kennslu.
X. Fræðsla um skólasöfn
10.1. Námskeið fyrir kennara grunnskólans í júní.
Staður: Æfinga- og tilraunaskóli K.H.Í.
Umsjón: Ragnhildur Helgadóttir skólasafnvörð-
ur.
MENNTAMÁL
42