Menntamál - 01.02.1975, Blaðsíða 9

Menntamál - 01.02.1975, Blaðsíða 9
Björn Bergsson: SKÓLINN UNDIR SMÁSJÁ „Við þurfum fyrst og fremst ódýrara og afkastameira fyrirkomulag. í stað núverandi skólakerfis þarf að koma kerfi er veitir sér- hverjum meðlimi samfélagsins möguleika á að læra það sem hann vill, hverju nafni sem það nefnist. Þeir sem undir eru í samfélaginu í dag, þarfnast samfélags, er hefur það á stefnuskrá sinni að útrýma fátækt og að skapa öllum meðlimum sínum áhugavert líf sem jafn- framt hefur einhvern tilgang.“ (Holt, 1872 c) Ritstjóri Educational News (tímarits sem fjallar um menntamál) lagði eftirfarandi spurningu fyrir einn þekktasta skólamann Bandaríkjanna: „Ættu skólarnir að stíga skref að bættri framtíð og ef svo er i hverju ætti það að vera fólgið?" Inntak svarsins var svohljóðandi: Að láta eigi nemandann sjálfan ákvarða, skipuleggja og fram- kvæma sína eigin menntun. Að leyfa honum og hvetja hann (með aðstoð og undir handleiðslu fólks með reynslu og sérþekkingu) að ákveða hvað hann vill læra, hvar og hvenær hann vill læra það sem hann vill læra. Slíkt myndi breyta skólanum úr því að vera fangelsi fyrir börn í miðstöð fyrir frjálst og sjálfstætt nám, í stofnun sem sérhver meðlimur samfélagsins gæti notað — án tillits til aldurs — eins mikið eða eins lítið og hann kærði sig um. Sá sem þessu svaraði, John Holt, er einna þekktastur fyrir bók sína How Children Fail, sem ef til vill mætti nefna á íslensku: Hvernig börnum mistekst. í þessari grein minni mun ég leitast við að gera grein fyrir því, hvernig skoðanir John Holts hafa breyst síðan hann reit þessa bók. Mín persónulega gagnrýni á verk Holts, sem er af fræðilegum og aðferðafræðilegum toga spunnin, tel ég óviðkom- andi þessu verkefni og mun ég því ekki fara út í þá sálma hér. Hinsvegar mun ég reyna að tengja þessa umræðu þeim umræðum sem orðið hafa um skólamál að undanförnu hér á landi. Yfirskrift greinarinnar hefur að því leyti tvíræða merkingu, að ekki aðeins verður skólinn litinn gagnrýnum aug- um, heldur verður hornsteinn hans skólastofan (og það sem á sér þar stað) í brennidepli. HVERNIG BÖRNUM MISTEKST Inntak þessarar fyrstu bókar höfundar er að enginn fæðist heimskur. Hinn ótrúlegi hæfileiki til að læra og þroska gáfur sínar er hinsvegar eyðilagður fyrir mörgum nemendanum í því ferli sem við ranglega köllum menntun (Holt, 1973, 165). í stuttu máli á þetta sér þannig stað, að þar sem við miðum alla okkar kennslu við það að fá fram hið eina rétta svar (Holt, 1973, 138), þá leiðir það af sér að nemendur finna upp allskyns klæki og tækni, til að verða við þeirri kröfu okkar læri- feðranna (Holt 1973, 32). Skólinn, $^ður undir sjónarhorni John Holts, er félagslegt umhverfi sem gerir sömu kröfur til nemenda og kennara og sér- hvert samfélag gerir til einstaklinganna, þ.e.a.s. að uppfylla „sómasamlega" þær skyldur sem á þá eru lagðar. Sérhver einstaklingur tiltekins sam- félags þarf að læra að hegða sér „á mannsæmandi hátt“. Hann þarf m.ö.o. að lœra hvaða kröfur eru gerðar til hans og hvernig er ætlast til að hann bregðist við þeim. Ein krafan sem gerð er til þeirra er hafa íslenskan ríkisborgararétt er að þeir geti gert sig skiljanlega hver við annan. Það er einnig ætlast til þess að þeir bregðist við þessari kröfu með því að nota íslenska tungu sem tjáningarmiðil en ekki t.d. ensku eða dönsku. Þetta verður ekkert vandamál fyrir börn er fæðast í okkar samfélagi. Þar sem þau fæðast mállaus læra þau eðlilega það 1 Að mestu samhljóða erindi sem flutt var í Ríkisútvarpinu 7. 10. 1975. MENNTAMÁL 7

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.