Menntamál - 01.02.1975, Blaðsíða 20

Menntamál - 01.02.1975, Blaðsíða 20
eins og starfsfélagar mínir, geta eins vel giskað á hæfileika hóps af börnum á ákveðnum aldri. Mér líkaði vel að fólkið sem ég vann með dæmdi gæði allra tillagna með tilliti til þess hvernig þær reyndust í skólastofunni. í stað þess að ákveða fyrirfram hvað börn œttu að vita eða hvað þau ættu að geta á ákveðnu aldurstigi, töldu þeir væn- legra að beina athyglinni að starfi sem höfðaði til barna í venjulegum skólastofum með venjulegum kennurum. Þeir töldu að eitt væri að setja fram algild kerfi um hvernig skipuleggja ætti raungreinar, eins og gert var í þessu tilfelli, en annað og erfiðara hlutverk að fá hlutina til að ganga í skólastofunni. Þeir byrjuðu á erfiðari hlutanum. Kenningar um vit- þroska voru ef til vill grundvöllur fræðilegs ramma námskrárinnar og námsefnisins. En þetta var aðeins lítill hluti verksins borið saman við að finna leiðir að áhugasviðum barnanna, að taka tillit til mis- munandi áhuga og hæfileika barna, að hjálpa kennurum sem ekki voru sérstaklega þjálfaðir í meðferð efnisins o.sv.frv. Þannig var meginatriði í þessari námskrárgerð tilraunir í almennum skóla- stofum. Viðmiðunin var hvort þær gengju eða ekki og spurningin um það var aðeins að hluta sú, að þær höfðuðu til vitþroska barnanna. Verkefni gátu verið fullkomlega við hæfi hvað snerti þroskastigin þótt svo væri ekki hvað snerti aðra þætti. Oftast var um að ræða flókið samspil margra þátta. Á meðan ég var að berjast við að leita að því, hvar þekking mín á hugmyndum Piaget yrði að notum, fann ég, eins og af tilviljun að ég var að byrja að verða til gagns. Sem athugandi á tilrauna- kennslu, og síðar sem tilraunakennari, fann ég að ég hafði til að bera nokkuð gott innsæi í þroskunar- erfiðleika barnanna. Ég hafði ákveðna þjálfun í að fylgjast með og hlusta á börn og komast að hvaða augum þau litu vandamálin. Sú þjálfun hjálpaði mér til að spyrja þannig að börnin skyldu spurning- arnar og að hugsa þannig að hugsunin höfðaði meira til þess hvernig þau sæju hlutina. Ég er ekki að segja að aðrir hafi ekki getað gert hið sama. Margir þeirra frábæru kennara sem ég hafði sam- band við höfðu svipað innsæi. Sama er að segja um marga af stærðfræðingunum og vísindamönn- unum sem ég vann með. Þeir gátu á sinn hátt sagt hvenær börn virtust sjá hluti í öðru ljósi en þeir gerðu sjálfir. í raun skiptir ekki máli hvort mínir hæfileikar voru einstakir. Það sem skiptir máli er að reynsla mín af hugmyndum Piaget, tilraunir mínar til að sjá hvað bjó raunverulega að baki hug- myndum hans og náin tengsl mín við börnin hjálp- aði mér mikið til að skilja börnin betur. Ég held að einhver svipuð reynsla gæti orðið hverjum kennara að gagni. Hvað mig varðaði var það þessi tilfinning fyrir barninu í skólastofunni sem var aðalatriði. Skiln- ingur minn á hugmyndum Piaget hefur verið ómetanlegur hvað snertir hugsun mína um nám. Vinnan mín með kennurum og börnum hefur dýpkað skilning minn á þvi hvernig þessir aðilar eiga að vinna saman. Ef til vill er mér unnt að bregða Ijósi á þetta samspil með því að höfða aftur til frásagnar Stephanie, sem var sex ára, um samanburð á vökvanum í pípunni. Mörg okkar hefðu ekki hugleitt hvort magnið væri hið sama ef við sæjum vökva rísa í misvíðum glerpípum. Enginn hafði beðið Stephanie um að bera þetta saman og í raun er ógerlegt að gera þetta, aðeins með því að horfa á fyrirbrigðið. En henni fannst mikilsvert að nefna þetta atriði. Ég geri ráð fyrir að í hennar huga hafi þetta verið „stórkostleg hugmynd“. Stuttu áður hafði hún haldið að meira væri í pípunni sem vökvinn stóð hærra í. Nú hafði hún fundið lausn á þessu vanda- máli og hún vildi gjarna segja öðrum frá reynslu sinni. Þegar ég hafði gert mér grein fyrir þessu hjálpaði þessi atburður mér við vangaveltur mínar um eina af hugmyndum Piaget. Hugsanlegt er að þú, lesandi greinarinnar, þekkir frásögn Piaget af stærðfræð- ingi sem var vinur hans og hafði áhrif á athuganir hans á varanleika fjölda. Þessi maður sagði Piaget frá atburði úr æsku sinni þegar hann var að telja perlur sem hann hafði raðað upp. Þegar hann var búinn að telja þær frá vinstri til hægri og komst að raun um að þær væru tíu, ákvað hann að athuga hve margar þær væru ef hann teldi þær frá hægri til vinstri. Hann varð undrandi vegna niðurstöð- unnar, raðaði perlunum á annan veg og taldi þær aftur. Hann hélt áfram að raða perlunum á mis- munandi vegu og telja þær og komst að því að hvernig sem hann raðaði þeim — voru þær alltaf tíu — fjöldi er óháður því hvernig talið er. Ef tíu eggjum er dreift á borð þannig að þau þekja stærri fiöt á borðinu en tíu eggjabikarar sem einnig er raðað á borðið, mundi einstaklingur sem ekki hefur skilið að fjöldi er óháður röðun fullyrða að fleiri egg en eggjabikarar væru á borðinu jafnvel MENNTAMÁL 18

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.