Menntamál - 01.02.1975, Blaðsíða 36

Menntamál - 01.02.1975, Blaðsíða 36
við þá mynd af þróun þessarar tegundar greindar, sem sýnd er í kennslubókum: mjúk kúrfa, sem rís hratt fyrstu árin, en síðan dregur úr brattanum, og án þess hjalla eða þreps, sem kemur fram við 13 ára aldurinn hjá íslenska stöðlunarhópnum og hópnum í Harvard Growth Study. Á töflu IV sést, að hvergi er marktækur munur á meðaltölum Kópavogshópsins og 12 ára stöðl- unarhópsins, en allur samanburður við 13 ára stöðlunarhópinn er marktækur. Þar sem Kópa- vogshópurinn er nær 12 ára stöðlunarhópnum að aldri eins og áður var sagt, og þar sem óskýrð er frammistaða 13 ára stöðlunarhópsins, er eðlilegt að álykta, að Kópavogshópurinn sé einnig nú dæmigerður fyrir íslenzk börn á þessu aldursstigi að því er snertir greindarþroska, þó ef til vill ör- lítið fyrir ofan meðallag. Það hefði verið áhugavert að prófa Kópavogshópinn ári síðar og sjá, hvort þá kæmi fram sama lægð í greindarþroska og fram kom hjá stöðlunarhópnum á sínum tíma. Hugsan- legt er þó, að það hefði haft villandi áhrif á niður- stöður, að Kópavogshópurinn var prófvanari en stöðlunarhópurinn. Þegar prófað var, hvort dreifing væri normal í þetta skipti, var annað uppi á teningnum en í fyrsta bekk. Dreifingin víkur svo marktækt er frá normal dreifingu (x2 =41,76, df =11, p<0,001). Línurit sýnir jákvæða skekkingu, tiltölulega mörg börn hafa háa greindarvísitölu, en meiri hlutinn er neðan við meðaltal. Þau 34 börn, sem ekki náðist til við endurprófun; höfðu ekki eðlilega dreifingu, til- tölulega mörg þeirra voru með háa eða lága greind- arvísitölu, en brottfall þeirra hefði ekki átt að valda þeirri jákvæðu skekkingu, sem nú kemur fram, og ég hef enga skýringu á. Sami munur á meðaltölum skóla og árganga kemur hér fram og var í fyrsta bekk. Munur ár- ganga er nú 2,59 greindarvísitölustig og munur skólanna 2,44 greindarvísitölustig. Hvorugur mun- urinn er marktækur að þessu sinni. Þetta verður látið nægja um samanburð hópa. Eftir er að líta á stöðugleika greindarvísitölunnar hjá einstaklingum. Fylgni milli tveggja mælinga gefur til kynna, hvort röð einstaklinga hefur brenglast mikið eða lítið milli mælinganna. Reiknuð var fylgni milli fyrri og seinni prófunar þeirra 266 einstaklinga, sem prófaðir voru bæði í fyrsta og sjötta bekk. Fylgnitalan var 0,77. Þegar hópnum var skipt í tvennt eftir því, hvort greindarvísitalan MENNTAMÁL 34 var yfir eða undir 100 á fyrra prófinu, og fylgni síðan reiknuð fyrir hvorn hóp um sig, voru báðar fylgnitölurnar 0,67, svo stöðugleiki mælinganna virðist ekki fara eftir því, hvort greindin mælist há eða lág. Fylgnin er lægri fyrir hvorn hóp um sig en fyrir heildarhópinn vegna þess, að dreifingin er minni, en það veldur alltaf lækkun á fylgni. Hvað segja þessar fylgnitölur, sem í raun eru áreiðanleikastuðlar? íslenska prófið á sér ekki langa sögu, og lítið hefur verið um rannsóknir á sjálfu prófinu sem mælitæki. Því er aftur litið til annarra landa til samanburðar. Bayley9 segir frá rannsókn, þar sem börn voru greindarprófuð 7 ára og aftur 12 ára. Aldurinn er sá sami og í Kópavogs- rannsókninni. Þegar reiknuð var fylgni milli út- komu úr þessum tveimur prófunum, var fylgni- stuðullinn 0,83, sem er heldur hærra en fékkst í Kópavogi, ekki síst þegar tekið er tillit til þess, að þetta var hópur með takmarkaða dreifingu og yfirburðagreind. Meðalgreindarvísitalan við fyrri prófunina var 123 og við þá seinni 130,3. í fyrra skiptið var Stanford-Binet prófið frá 1916 notað, en endurskoðaða útgáfan frá 1937 í seinna skiptið. í annarri athugun kom fram mjög svipuð fylgni og í Kópavogskönnunni. Þá var Stanford-Binet prófið lagt fyrir við 6-7 ára aldur og aftur við 12-13 ára aldur.10 Hið íslenska próf virðist standast saman- burð í þessu tilliti, en með þessu er þó ekki öll sagan sögð. Þótt próf sé áreiðanlegt, þá munu margir einstaklingar alltaf sýna flökt á mældri greindar- vísitölu. Próf getur því verið allgott til forsagnar og verið það besta, sem um er að ræða, en samt munu alltaf verða margir, sem ekki standa sig neitt í líkingu við það, sem prófið spáði. Hin virka greind einstaklingsins breytist, bæði þeir þættir, sem á prófi mælast og aðrir, og margt annað kemur til. Tafla V sýnir, hvaða breytingar urðu á greindar- vísitölu Kópavogsbarnanna við endurprófun í sjötta bekk, fimm árum eftir að fyrri prófunin fór fram. Þar sést, að miklar breytingar eiga sér stað, en það sést einnig, að stöðugleiki greindarvísitöl- unnar er mikill, hjá 68% nemenda breytist hún um 10 stig eða minna, og hjá 85% þeirra um 15 stig eða minna, þ.e. um það bil eitt staðalfrávik eða minna. Á hinn bóginn breytist hún um meira en 20 stig hjá 8% þeirra, og breytingar eiga sér stað i báðar áttir, sem nema meira en 30 stigum. Þessar breytingar eru ekki meiri en fundist hafa við svip-

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.