Menntamál - 01.02.1975, Blaðsíða 31

Menntamál - 01.02.1975, Blaðsíða 31
þar eð Jóna veiktist meðan á verkinu stóð og lést nokkru síðar. Guðjón er þaulreyndur og nákvæmur prófandi á þetta kerfi, þar eð hann var einn af þeim, sem upphaflega vann að stöðlun þess með dr. Matthíasi og prófaði þá fjölda barna. Þess má geta, þótt það snerti ekki útreikninga þá, sem um er fjallað í skýrslu dr. Þuríðar hér á eftir, að hópgreindarpróf (Lorge-Thorndike prófið — 4. hluti, aldur 11-14 ára) var einnig lagt fyrir þessa sömu árganga (fædda 1951 og 1952), þegar þeir sátu í 1. bekk Gagnfræðaskóla Kópavogs, skóla- árin 1964-65 og 1965-66, ásamt öðrum nemendum, sem þar voru þá. Lagður var fyrir yrti hluti prófsins og mynstur- verkefnin. Hafði ég þýtt yrta hlutann og fyrirmæla- texta, en myndahluti prófsins var óbreyttur með öllu og prófheftin pöntuð erlendis frá. Var fengið til þessa leyfi frá höfundi prófsins. Þeir Guðjón Jónsson kennari og Óskar Halldórsson, nú lektor við Háskóla íslands og e.t.v. einhverjir fleiri lögðu prófin fyrir ásamt undirrituðum. Höfðu ýmsir lagt mér lið við þýðingu og nýsamningu prófatriða, ekki síst Guðjón og Óskar. Man ég, að Óskar lagfærði mjögfyrirlagningartextann. Veitti skólastjóri Gagn- fræðaskólans, Oddur Sigurjónsson, góðfúslega leyfi til fyrirlagningar, en ekki voru niðurstöður á nokk- urn hátt notaðar í hagnýtu skyni innan skólans. Bjartsýni mín var slík um þessar mundir, að ég hugðist sjálfur staðla þetta próf til nota hérlendis (prófið nær frá 5 ára aldri til fullorðinsára). Hvort- tveggja var, að slíkt var mér alger ofraun, auk þess sem prófið var um þessar mundir tekið til gagn- gerðrar endurskoðunar og síðan gefið út í Banda- ríkjunum í mjög breyttu formi. Kennaraháskóli íslands vinnur nú að íslenskri stöðlun þessarar nýju gerðar prófsins. Hefur Sigríður Valgeirsdóttir, Ph.D., prófessor, unnið það verk, sem er vel á veg komið. Niðurstöður gagna úr Kópavogsrannsókn verða ekki ræddar hér frekar. Get ég þó ekki stillt mig að víkja að einu atriði. Því heyrðist stundum fleygt milli manna fyrr á árum, að hæfileikar mannfólksins í örreytisbyggð jökulruðninga á Kópavogshálsi, myndu að vonum hcldur lakari en í frjósamari sveitum og glæsilegri bæjum. Mér varð það því bæði undrunar- og ánægjuefni, að greindarþroski barna úr nefndum tveim árgöngum, eins og hann er mældur með prófkerfi M.J., reyndist vel í meðallagi miðað við meðaltölur stöðlunarhóps prófkerfisins, sbr. út- reikninga hér á eftir. Ýmsir opinberir aðilar veittu fé til að vinna að endurprófun nemenda; bæjarsjóður Kópavogs, Vísindasjóður íslands og Menningarsjóður. Fræðsluskrifstofa Reykjavíkur greiddi kostnað við úrvinnslu, þegar kannaður var áreiðanleiki og notagildi Levin-prófsins, en niðurstöður af ofan- nefndum greindarprófsmælingum gengu inn í þá tölfræðilegu úrvinnslu, sem var, eins og áður segir, unnin af Þóri Bergssyni, tryggingafræðingi, í sam- vinnu við undirritaðan. Þórir vann þetta verk af samvizkusemi og persónulegum áhuga. Stend ég ávallt í þakkarskuld við hann fyrir þetta og ómak- legt, hve verk hans hefur legið í láginni. Það var eitt sinn, að við Þuríður J. Kristjáns- dóttir ræddum um þessar hálfköruðu og óbirtu rannsóknir, en Þuríður stundaði þá nám við University of Illinois, Urbana, í Bandaríkjunum. Hluti af námi hennar var notkun tölvu við úrvinnslu rannsóknargagna. — Það varð úr, að ég bauð Þuríði til afnota við þessa námsvinnu hluta af þeim rannsóknargögnum, sem nefnd hafa verið hér að framan. — Vakti fyrir mér, að þessi gögn gætu þó orðið einhverjum að liði, þrátt fyrir ódugnað minn og vanrækslu. Þuríður J. Kristjánsdóttir Ph.D., nú prófessor við Kennaraháskóla íslands, hefur þýtt á íslensku þann hluta ritgerðar, sem hún tók saman um þessa úrvinnslu verksins og snertir sérstaklega stöðug- leika greindarmælinga í Kópavogssafninu. Ég leyfi mér að þakka Þuríði fyrirhöfn hennar og þá alúð, sem hún hefur lagt við úrvinnslu þessara gagna. Má í þessu samhengi geta þess, að upphafleg ætlun mín var að safna, til samanburðar og skýr- inga, félagslegum og efnahagslegum gögnum varð- andi úrtakið í Kópavogi, þ.e. ýmsu varðandi uppeldi barnanna og aðstæður foreldraheimila. Til þessa verks skorti mig fé og starfskrafta. Slík rannsókn hefði þó mátt verða lítilsháttar skerfur til félagslegrar þróunarsögu byggðar í Kópavogi. Þetta tækifæri er sennilega að mestu okkur öllum úr greipum gengið. Þó mætti enn safna úr hag- skýrslum og skjalasöfnum nokkrum upplýsingum, sem fróðlegar gætu reynst. Með vinsamlegu sam- starfi við þá einstaklinga, sem upphaflega lögðu efni í rannsóknarsafnið, en nú er fullorðið fólk, mætti einnig hugsanlega afla gagna, sem í viðbót MENNTAMÁL 29

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.