Menntamál - 01.02.1975, Blaðsíða 22

Menntamál - 01.02.1975, Blaðsíða 22
unarafl barna síðar á æskuskeiðinu? Hvers vegna halda svo fá áfram að fá stórkostlegar hugmyndir? Ég held að hluti svarsins sé að frumlegar hugmyndir verði minna virtar. Stundum telja fullorðnir að þær séu lítilfjörlegar, eins og sumum finnast ef til vill hugmyndir Kevins, Stephanie og stærðfræð- ingsins. Stundum eru þær taldar óeðlilegar, eins og t.d. það að prófa hvernig sé að ganga í hægri skó á vinstra fæti og öfugt eða að spyrja spurninga sem fullorðið fólk skammast sín fyrir. Með því móti er dregið úr börnum að kanna eigin hugmynd- ir og þeim er kennt að spyrja ekki heimskulega. En ég held að um fleiri atriði sé að ræða. Stór- kostlegar hugmyndir verða ekki til úr engu. Þær eru framhald annarra hugmynda. Eftirfarandi dæmi skýrir ef til vill hvað ég á við. Hank var kraftmikill drengur í 5. bekk en ekki mikill námshestur. Bekkjarfélagarnir höfðu verið að læra um rafstraum með vasaljósarafhlöðum, ljósaperum og víraspottum, þegar börnin höfðu kynnst nokkuð þessum hlutum og eiginleikum þeirra bjó kennarinn til nokkra „töfrakassa“. Tveir vírar komu út úr hverjum kassa, en inni í lokuðum kössunum voru vírarnir tengdir. í einum kassanum voru vírarnir tengdir við rafhlöðu, í öðrum voru þeir tengdir við ljósaperu, í enn öðrum voru þeir tengdir við vírbút af ákveðinni lengd sem hafði mikið viðnám og i einum kassanum voru þeir alls ekki tengdir. Með því að tengja kassana saman gátu börnin komist að því hvernig tenging- unni var háttað inni í kössunum. Hank tengdi rafhlöðu og ljósaperu við vírendana sem komu út úr kössunum eins og mörg hin börnin. Þar sem ljós kom á peruna vissi hann að minnsta kosti að þræð- irnir voru tengdir á einhvern hátt inni í kassanum. En þar sem ljósið var ekki eins bjart og venjulega vissi hann líka að þræðirnir voru ekki tengdir beint saman og að þeir voru ekki tengdir saman með venjulegum koparvír. Hann vissi, eins og hin börn- in, að ástæðan fyrir því að daufara ljós var á ljósaperunni en venjulega var gat verið sú að vírarnir væru tengdir inni í kassanum við aðra Ijósaperu eða ákveðna gerð af vír sem hefði mikið viðnám. Þetta var um það bil það sem kennarinn ætlaðist til að börnin kæmust að. En til að fá þau til að hugsa svolítið lengra, spurði hann þau hvort nokkur leið væri að segja til um hvort vírarnir í kassanum væru tengdir við ljósaperu eða vír sem hefði mikið viðnám. Kennarinn hafði ekki gert sér ljóst að hægt væri að svara þessari spurningu. Eftir svo- litla umhugsun hafði Hank fengið hugmynd. Hann losaði rafhlöðuna og peruna sem hann hafði áður tengt við kassann. í staðinn tengdi hann sex raf- hlöður við kassann. Hann hafði áður við tilraunir sínar komist að því að sex rafhlöður myndu sprengja ljósaperuna, ef pera væri tengd við virendana inni í kassanum. Hann vissi einnig að straumrásin mundi rofna ef peran spryngi. Þegar þessu var lokið tengdi hann aftur rafhlöðuna og ljósaperuna við kassann. Nú sá hann að ekkert ljós kom á peruna utan kassans. Hann fullyrti nú með rökum að vírarnir væru tengdir við ljósaperu en nú væri hún brunnin yfir. Ef vír með ákveðnu viðnámi hefði verið inni í kassanum myndi loga á perunni eftir sem áður. Athyglisvert er að til að sannreyna hugmyndina þurfti Hank að taka þá áhættu að eyðileggja eina ljósaperu. í raun gerði hann það. Til að taka hug- myndina gilda varð kennarinn, í fyrsta lagi, að viðurkenna að Hank hefði dottið snjallræði í hug sem jafnvel honum hafði ekki hugkvæmst. Að auki varð hann að samþykkja að smávægilegum verð- mætum væri hætt. Án þessa hefði Hank ekki getað reynt hugmynd sína. Börn fara oft á mis við þess háttar reynslu. En mikilsvert er að gera sér grein fyrir að til að fá slíka stórkostlega hugmynd þurfti Hank að vita ýmislegt um rafhlöður, ljósaperur og víra. Kynni hans af þessum hlutum og fyrri tilraunir með þá voru forsendur þessarar hugmyndar. David Hawkins hefur sagt: „Menn eiga ekki að reyna að komast yfir námsefni, heldur að komast til botns í því“. Það er einmitt það sem mér finnst að skólastarf ætti að vera fólgið í. Skólastarf getur hjálpað nemendum að uppgötva ýmis fyrirbæri umhverfisins sem börnin myndu ella ekki komast í snertingu við. „Stórkostlegar hugmyndir“ reistar á öðrum „stórkostlegum hugmyndum“. Við fáum þær ekki án viðfangsefnis. Eins og Piaget orðar það, fólk verður að ná til umhverfisins með eigin hugs- un, meðtaka það sjálfir. Margir hlutir eru ekki í sjónmáli — jafnvel þótt þeir séu í nálægð — nema við vitum hvernig hægt er að nálgast þá. Skólar og kennarar geta skapað umhverfi og valið spurn- ingar sem hvetur börnin til athafna og um leið og börn eru orðin virk hljóta þau að sýna hugkvæmni. Það er tvennt sem þarf til þess að börnin hafi í MENNTAMÁL 20

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.