Menntamál - 01.02.1975, Blaðsíða 27

Menntamál - 01.02.1975, Blaðsíða 27
þroskaferli barnsins sé svo lílill að litlu skipti. Það að fá ,,stórkostlegar“ eða frjóar hugmyndir, sem ég held fram að skipti sköpum um vitrænan þroska, mótast hins vegar að mjög miklu leyti af því hvort börn, og fullorðnir, hafa tækifæri til að fá slíkar hugmyndir. Ég hefi þegar sagt töluvert um mikil- vægi þess að börnum sé leyft að hafa eigin hug- myndir og vinna samkvæmt þeim. Hugsun verður að hafa innihald, menn verða að hugsa um eitthvað. Ef menn hafa yfir að ráða einhverri þekkingu geta þeir reynt að skipuleggja nýja reynslu og nýjar upplýsingar sem tengdar eru þessari ákveðnu þekkingu. Menn leiða það sem nýtt er að því, sem menn vissu fyrir. Skólastarf þarf að hafa innihald. Ég tek fram að með innihaldi á ég ekki við ritaða eða talaða samantekt á þekkingu einhvers annars. Ég er ekki að höfða til afturhvarfs til kennslubóka eða fyrirlestra. Ég á við samantekt viðkomandi persóna á hugsunum, gerðum, sam- þættingu, ályktunum og tilfinningum. Sumt er tengt einhverju sem barnið hefur heyrt eða lesið, en það hefur sjálft tengt það saman fyrir sig og það skapar nýja möguleika til enn meiri tengingar og samþættingar. Því meiri „fjársjóð“ sem barnið á af hugsunum og gerðum (það sem Piaget nefnir skemu (schemes)) þeim mun meiri möguleika hefur það á að tengja fyrirbæri með hugsun sinni. Mikilvægi tilraunar- innar í Afríku var að stækka ,,fjársjóð“ af reynslu- þáttum sem tengdir voru almennum hlutum, sem aftur á móti eykur þörfina fyrir vitræna samþætt- ingu. Hugsum okkur barn sem opnaður hefur verið heimur algengra hluta og fyrirbæra. Möguleikar þess hafa aukist mikið. Það hefur séð að þegar sjór er soðinn, verður salt eftir, en vatnið gufar upp. Mundi eitthvað verða eftir ef öl væri soðið? Ef því sem þá yrði eftir væri aftur blandað í vatn, yrði þá til öl á nýjan leik ? Það hefur séð að hægt er að pressa litaðan vökva úr blómum. Væri hægt að blanda þessum vökva við vatn og lita þannig vatnið ? Væri hægt að lita matarolíu á þennan hátt ? Allar þessar spurningar og framkvæmdir sem af þeim leiða verða til vegna umgengni barnsins við möguleika sem felast í algengum hlutum og fyrir- bærum. Ég held að vitsmunir geti ekki þroskast án þekk- ingar. Samtenging nýrra þátta byggist á að vita nóg um eitthvað í fyrstu til að láta sér detta í hug að gera eitthvað eða spyrja spurninga, sem leiða af sér enn flóknari tengsli. Því fleiri hugmyndir sem einstaklingurinn hefur og getur höfðað til, því fleiri nýjar hugmyndir fæðast og þeim mun betur er hann fær um að byggja upp og tengja enn flóknari hugmyndir og gerðir. Piaget hefur ályktað að sumt fólk komist á skeið formlegrar rökhugsunar á ákveðnu sviði sem þeir þekkja vel — t.d. bifvélavirkjun — án þess að valda formlegri rökhugsun á öðrum sviðum. Þetta tengist því sem ég hefi verið að reyna að segja. Mönnum geta dottið í hug margir möguleikar á sviði sem þeir þekkja vel og að vinna úr þeim krefst oft form- legrar rökhugsunar. Ef menn þekkja ekkert svið nógu vel til að skilja flókið samspil á viðkomandi sviði, er ekki líklegt að þeir þroskist vitrænt. Næg þekking á hlut eða fyrirbæri er ein forsenda þess að fá „stórkostlega hugmynd“. Eitt atriði að lokum. Þessar „stórkostlegu hug- myndir“ sem ég er að tala um þurfa ekki að virðast stórkostlegar í augum annarra. Ég held að enginn munur sé á „stórkostlegri hugmynd“ sem margir hafi áður fengið og „stórkostlegri hugmynd“ sem aldrei hefur áður fæðst. Eðli skapandi hugsana og breytni er hið sama hjá ungu barni sem í fyrsta sinn tengir það að sjá hlut og þreyfa á honum, Kevin sem datt í hug að raða sogstráunum eftir lengd, matsveini sem uppgötvar nýja samsetningu á kryddjurtum eða stjörnufræðingi sem formar nýja kenningu um upphaf alheimsins. í hverju tilfelli er um að ræða að finna nýja samþættingu hluta sem þegar eru þekktir. Því meir sem við stuðlum að því að börn fái „stórkostlegar hugmyndir“ og líði vel vegna þeirra, þeim mun líklegra er að þau fái einhvern tíma hugmynd sem engum hefur áður dottið í hug. MENNTAMÁL 25

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.