Menntamál - 01.02.1975, Blaðsíða 33

Menntamál - 01.02.1975, Blaðsíða 33
í þessari grein verður einungis fjallað um síðari töluliðinn hér að ofan, stöðugleika greindarvísi- tölunnar. Þeir árgangar, sem hófu nám í fyrsta bekk barna- skólanna í Kópavogi haustin 1958 og 1959, voru greindarprófaðir á fyrri hluta fyrsta og sjötta skólaárs. Notað var greindarpróf Matthíasar Jónas- sonar. Það próf kom út árið 1956 og er að nokkru byggt á bandarísku afbrigði hins franska Binet prófs, hinu svokallaða Stanford-Binet prófi, útgáfu frá 1937.2 Greindarstig — greindarvísitala — sem fæst með þessu prófi er fundin með því að deila í greindar- aldur með lífaldri og margfalda síðan með 100 (GA/LA X 100). Þessi aðferð við útreikning greind- arstigs var fyrst notuð, þegar endurskoðuð útgáfa Binet prófsins kom út í Bandaríkjunum árið 1916. Binet hafði sjálfur gefið upp greindaraldurinn einan, sem gerði allan samanburð erfiðan, bæði milli einstaklinga á ólíkum aldri svo og milli tveggja mælinga hjá sama einstaklingi, ef þær voru gerðar með einhverju millibili. Á síðustu árum hafa greindarpróf oftast verið stöðluð á annan hátt. Niðurstöður hafa verið felldar undir ákveð- ið stærðfræðilegt likan, hina svokölluðu normal kúrfu eða bjöllukúrfu. Við það vinnst m.a., að sama greindarstig þýðir alltaf sömu stöðu í hópn- um, hve gamalt sem barnið er, þvi dreifing er eins og meðaltal og staðalfrávik hið sama í öllum ár- göngum. Þetta gerir allan samburð og túlkun auð- veldari en með hinni aðferðinni, þar sem meðaltal og staðalfrávik getur verið mismunandi eftir árum, og er svo í prófi Matthíasar. í bókinni „Greindar- þroski og greindarpróP\ sem er handbók með prófinu, gefur hann upp meðaltöl og staðalfrávik prófsins hjá öllum þeim aldursflokkum, sem prófið var staðlað á. Lægst er meðaltalið hjá 4\ árs börn- um, 98,67, en hæst hjá 16 ára unglingum, 107,19, og er sá munur marktækur.3 Einkum eru miklar sveiflur hjá drengjum, en þar er hæsta meðaltalið 112,04 við 16 ára aldur, og þrír árgangar drengja hafa meðaltal milli 107 og 108. Þetta þarf að hafa í huga, þegar greindarvísitala er túlkuð. Það skal tekið fram hér til að fyrirbyggja misskilning, að þetta er ekki sérkenni á prófi Matthíasar, heldur á þetta við um þau próf öll, sem stöðluð eru með þessari aðferð. Matthías ræðir hin miklu frávik í meðaltölum drengjahópanna og telur, að orsakar- innar se fremur að leita í einkennum stöðlunar- hópsins en í prófinu sjálfu.4 Þetta er atriði, sem forvitnilegt væri að athuga nánar. Þegar litið er á staðalfrávik árganganna sést, að það er lægst hjá 3f árs börnum, 12,40, og hæst hjá 10 ára börnum, 17,24. Munur á hæstu og lægstu tölu er þannig 4,84. Þegar litið er á Stanford- Binet prófið frá 1937 sést, að munur hæsta og lægsta staðalfráviks í árgöngum stöðlunarhópsins er 7,5 stig. Það vekur eftirtekt, hve lítill munur er á staðalfrávikum hinna ýmsu árganga í prófi Matthíasar að tveimur þeim yngstu slepptum. Fjöldi barna í rannsókninni og dreifing eftir kynjum var eins og fram kemur í töflu I. TAFLA I Fjöldi prófaðra barna eftir ári og kyni Ár Drengir Stúlkur Alls 1958 73 66 139 1959 90 71 161 Alls: 163 137 300 Hópur sá, sem próf Matthíasar Jónassonar var staðlað á, var þannig valinn, að hann átti að vera dæmigerður fyrir íslenzk börn. Það er því forvitni- legt að athuga, hvort þessi 300 barna hópur úr Kópavogi víkur frá stöðlunarhópnum að því er varðar dreifingu greindar. Próf Matthíasar er einstaklingspróf, og tekur alllangan tíma að leggja það fyrir. Voru sum börnin prófuð í tveimur atrennum. Þar sem fyrirleggjendur voru aðeins tveir, tók fyrirlögn nokkuð langan tíma, eða frá því í október og fram í janúar hvort ár. Börnin hófu skólagöngu sjö ára eins og kunnugt er. Þau hafa því verið á aldrinum 6:9 til 8:0, þegar þau voru prófuð í fyrsta bekk. Það er því eðlilegt að bera þau bæði saman við sjö og átta ára aldurs- flokka stöðlunarhópsins. Á töflu II eru meðaltöl drengja, stúlkna og heildarhóps Kópavogsbarnanna borin saman við meðaltöl sjö og átta ára árganga stöðlunarhópsins. Meðaltölin eru borin saman með t — prófi fyrir óskylda hópa, marktæknimörk voru sett við 5% inörkin sem þýðir, að það eru minna en 5% líkur á því, að munur sé ranglega sagður marktækur. MENNTAMÁL 31

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.