Vorið - 01.03.1953, Blaðsíða 5

Vorið - 01.03.1953, Blaðsíða 5
JANÚAR—MARZ 1953 1. HEFTI VORIÐ 19. ÁRGANGUR Vekjaraklukkan Vekjaraklukknna þekkið þið öll, — það er ég viss um. Það er prýði- legt áhald fyrir þá, sem eru morg- unsyæfir. Þið stillið hana á kveldin á mínútuna, þegar þið viljið að hún veki ykkur. Sé allt í lagi með hana, þá lningir hún á slaginu. Þið getið sofið áhyggjulaus um fótaferðatím- ann. Klukkan bregzt ykkur ekki. Hún hringir á réttum tíma, og fast megið þið sofa, ef þið vaknið ekki. Hitt er svo annað mál, að þú getur „slegið fyrir" og þá hættir klukkan að hringja, — og hreiðrað þig undir sængurnar og sofnað aftur. Það er þá þín sök, en ekki klukkunnar, ef þt'i sefur yfir þig. í sálarlífi sérhvers manns er eitt- hvað, sem starfar mjög líkt og vekj- araklukkan. Það er rödd, sem lætur til sín heyra við viss tækifæri. Ég er viss um, að þið liafið öl 1 heyrt hana. Þegar við ætlum að gera eitthvað ljótt, lætur hún til sín heyra. Þá að- varar hún okkur: Þetta máttu ekki gera, segir hún. Ef við höfum samt sem áður gert það, sem ljótt er, þá talar röddin aftur. \hð iðrumst þess, er við gerðum, því að þá ávítar röddin okkur. Og þá líður okkur illa. — Ef okkur langar til að gera eitthvað gott og fagurt, sem ef til vill kostar okkur eitthvað, svo að við hikum, þá talar röddin ljúft og laðandi og hvetur okkur til að framkvæma góðan ásetning. Ef við hlýðum henni, þá líður okkur vel. Við erum sæl, þó að við höfum má- ske orðið að fórna einhverju. — En — eins og við gátum „slegið fyrir“ á vekjaraklukkunni eftir fyrstu högg- in, eins getum við þaggað niður röddina, sem talar hið innra .með okkur, eða lokað eyrurn fyrir henni. Og þegar við höfum gert það sinn eftir sinn í langan tima, þá má vel svo fara, að við hættum að heyra röddina. Það er illa farið. Ég skal segja þér, hvers vegna það er afar vont. — Ef þú spyrð pabba þinn eða mönnnu, hvað þessi rödd sé kölluð, þá munu þau segja þér það. Hún sé kölluð samvizka. en í raun og veru sé samvizkan rödd

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.