Vorið - 01.03.1953, Blaðsíða 26

Vorið - 01.03.1953, Blaðsíða 26
99 V O R I Ð þessum hrinum í honum. „Hefurðu ekki heyrt, að ég lief sagt, að þú átt að þegja! Svona stór strákur á þó ekki að gráta af hvað litlu sem er!“ „Það er ekki lítið! Það blæðir,“ svaraði Karl litli hálf-snökktandi. „Ég vil fá bindi um það!“ „Alltaf viltu bindi. Skrepptu upp á bað- lierbergið og þurrkaðu blóðið burt með vasaklút. Svo geturðu farið út og leikið þér aftur.“ Hún losaði hendur hans, sem höfðu gripið í kjólinn hennar til að leita hjálpar. Httn var að hugsa um allt annað. Og þegar Karl skildi, að það var hvorki huggun eða hug- hreystingu að fá hjá henni, fór hann þegjandi inn í baðherbergið og þurrkaði blóðið burt. En hann saknaði mömmu sinnar mikið. Hún var svo góð og hjálpfús. Hún batt alltaf um sárin, þegar hann kom inn og gaf honum sykurmola eða karamellu. María hafði mestar áhyggjur út af skömmtunarseðlunum. Pabbi hennar hafði sagt í gærkvöldi, að hún yrði að nota miðana skynsam- lega og láta þá duga. Þá ákvað hún að telja saman miðana og sjá hvað lu'tn hefði notað. En hamingjan góða! Allir mið- arnir, sem hún hafði fengið hjá mömmu sinni voru næstum horfn- ir. Hana vantaði bæði sykurmiða og smjörmiða. — Hún var miður sín við þessa uppgötvun, að hugsa sér að svo mikið skyldi eyðast..Hún sat með hönd undir kinn og athugaði skömmtunarmiðana, sem hún hafði fengið hjá mömmu sinni. Nú skildi hún, að það var ekki fyrir nízku, að mamma hennar fór spart með. — Eyðið ekki sykrinum að óþörfu, börn. — Hrólfur, sparaðu smjörið. Eins og það hafði sært hana, þegar mamma hennar hafði talað á þenn- an veg. Ó, að það væru engir skömmtun- armiðar. Þessir heimskulegu miðar! Þeir skildu ekki endast, þegar hún ein annaðist þá. — Þarna skellti Karl hurðinni. María, sem oft hafði angrað móður sína með hurðar- skellum, þaut nú upp. En þá var Karl kominn langt niður í stiga. Skömmu eftir var hringt tvisvar á dyrabjölluna. María hljóp út til að ná póstinum úr kassanum. Það var bréf til hennar frá mömmu. Það höfðu komið stutt bréf frá henni áður, en þau höfðu verið til þeirra allra. Þetta v'ar til Maríu einnar og það var fyrsta bréfið, sem hún fékk frá mömmu sinni Kæra María! Mér verður oft hugsað heim til ykkar, elsku börnin mín En ég finn, að ég hef gott af að livíla mig hér hjá frænku. Hún er mjög' ströng við mig. Ég verð að sofa, drekka þykkan rjóma og hreyfa ekki við nokkru verki. Þú skilur sjálfsagt, að þessu er ég óvön, og ég' get ekki án vinnunnar verið.

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.