Vorið - 01.03.1953, Blaðsíða 24
20
V O R I Ð
þess, að liún frétti frá honum, og
loks tók alveg fyrir það. Hún skrif-
aði útgerðarfélaginu, sem átti skip-
ið, og þeir svöruðu, að Sören hefði
farið af skipinu í Durban.
Jörgínu féll þetta mjög þungt,
en af einhverju varð lrún að lifa.
Þá réð hún sig við matreiðslu. Arin
liðu, og Jörgínu farnaðist vel. En
hún gleymdi ekki Sören. Loks
þegar hún hafði beðið í 15 ár, sá
hún mann úti á götunni, sem henni
fannst hún þekkja. Jú, víst var það
Sören bráðlifandi. Hrxn réð sér
ekki fyrir gleði. Hún bæði grét og
hló í einu, og líkt fór fyrir Sören
aumingjanum Nú varð ánægjulegt
í litla liúsinu þeirra.
,,En hvar hefurðu verið í öll þessi
ár, Sören?“ spurði Jörgína Þá fékk
hún að heyra langa sögu. Hann
hafði skipt um skip, orðið veikur,
legið á sjúkrahúsi dauðveikur. Þeg-
ar lionum batnaði aftur fór hann á
grískt skip. Það fórst í Kyrrahafinu.
Og í mörg ár var hann ásamt nokkr-
um skipsfélögum sínum á af-
skekktri eyju innan um villimenn.
Loks voru þeir teknir af skonnortu,
sem var á leið til Ástralíu. Og eftir
mikla hrakninga var liann loks
kominn liingað heim.
Sören hafði fengið nóg af sjón-
um. Hann settist að heima og fékk
sér vinnu. Nú voru þau bæði orðin
gömul og Sören sá um heimilið.
Því að Jörgína var orðin svo feit, að
hún gat varla hreyft sig. Hún var
meira en 100 kg. og i'éll bezt að
sitja í hægindastólnum við glugg-
ann.
Myndin af Sören var prýdd með
blómum, og á borðinu var falleg
kaka fánum prýdd. Afmælisbarnið
tók á móti þeim brosandi, hjálpaði
þeim úr yfirhöfnum og vísaði þeim t
inn í stofuna. Jörgína kinkaði til
þeirra kolli brosandi, svo að undir-
hakan hristist. Hún spjallaði um
alla heima og geirna áður en þau
voru búin að fá sér sæti.
Börnin voru þakklátir gestir. Þau
borðuðu kökurnar með mikilli
ánægju. Og óvíst var hvenær þau
fengju svona veizlu aftur. Kökurn-
ar voru afbragð, því að Sören kunni
starf sitt. Og brauðið tók engan
enda.
María hafði ekki góða samvizku,
þegar hún hugsaði um grátinn í
Bertu. Nxi kom henni í hug, hvort
hún mætti ekki fá eitthvað með
heim handa henni. Sören brá fljótt
við. Hann fór fram í eldhúsið, en
þar var allt sópað og prýtt. Hann
hafði reglu á hlutunum. Hann bjó
út böggul handa Bertu, og bað þau
að taka hann með heim. — Jörgína
hafði ekki komið í eldhúsið í mörg
ár, og Hrólfur sagði, að það væri
af því, að Ixtxn kæmist ekki .fyrir
þar inni.
Þegar börnin höfðu drukkið
súkkulaðið, fóru þau út að leika sér.
Þau þekktu börn þarna í kring, og
þau gátu ekki setið kyrr inni í stofu