Vorið - 01.03.1953, Blaðsíða 41

Vorið - 01.03.1953, Blaðsíða 41
V O R I Ð 37 Reikningsþraut Þrír menn fara inn á kaffihús og kaupa sér kaffi. Kaffibollinn kostar 10 krónur. Þegar mennirnir höfðu greitt .kaffið, fór gestgjafinn að hugleiða, að kaffið væri of dýrt. Skipaði hann því þjóninum að greiða þeim til baka 5 kr. Þjónninn sá, að ekki var hægt að skipta 5 krónum jafnt milli þriggja manna. Hugkvæmdist honum því að greiða þeim aðeins þrjár kr., en stakk tveimur krónum í sinn eiginn vasa. Hver þeirra félaga fékk því 1 krónu endurgreidda, og greiddu því aðeins 9 kr. hver fyrir kaffið. Dæmið lítur þann- ig út: 3 sinnum 9 eru 27. Þjónninn tók tvær krónur. 27 + 2 eru 29. Hvar er þrítugasta krónan? Bréfaskipti Undirrituð óska eftir bréfaskiptum við jafnaldra einhvers staðar á landinu. Æskilegur aldur pennavina tilgreindur í svigum: 1. Þórdís Ólafsdóttir (16—17), Hegra- bjargi, Hegranesi, Skagafirði. 2. Ragnheiður Júlíusdóttir (12—14), Vesturgötu 43, Aki-anesi. 3. Karel E. Jóhannsson (12—14), Sól- vangi, Hveragerði. 4. Sesselja Ólafsdóttir (12—14), sama st. 5. Guðrún Magnúsdóttir (13—15, Læknishúsinu, Hveragerði. 6. Guðrún Jóhannsdóttir (14—16, Ás- byrgi, Hveragerði. Skilvísir kaupendur Vorið hefur alltaf viljað venja kaup- endur sína á áreiðanleik og skilvísi, og sem betur fer, er allur þorrinn af kaup- endum Vorsins í hópi þeirra skilvísu. Vorið birtir nú að þessu sinni nöfn þeirra kaupenda, sem þegar hafa greitt Vorið fyrir yfirstandandi ár, eða nánar tiltekið höfðu.gert það 31. janúar. Hér koma svo þessir allra skilvís- ustu: Guðný Stefánsdóttir, Akureyri. Bjarni Kristjánson, Sigtúnum, Eyjaf. Haukur Aðalsteinss., Bakkaseli, Öxnad. Birna Halldórsdóttir, Botni, Eyjaf. Kristbjörn Lúthersson Tunguseli, Þórs- höfn. Magnús Stefánsson, Berunesi, Reyðarf. Hallfríður Kolbeinsdóttir, Skriðulandi, Skagaf. Sveinn Sigurðss., Varmalandi, Skagaf. Þórdís Ólafsdóttir, Hegrabjargi, Skagaf. Elín Jónsdóttir, Þórustöðum, Önundarf. Ragnheiður Hansdóttir, Eyjum, Kjós. Ásgeir Leifsson, Reykjavík. Guðmundur R. Ólafsson, Reykjavík. RÁÐNING Á KROSSGÁTUNNI í 4. hefti 1952. L á r é 11: 1. skeiðar, 6 r ð ð, 7. Án, 8. ók, 9. ösp, 11. grýtt, 13. la, 14. is, 16. Ósk, 17. gná. L ó ð r é 11: 1. skál, 2. er, 3. iðnsýn, 4. ð ð, 5. reka, 9. ör, 10. e t, 11. gas, 12. tin, 13. ló, 15. sá. Seðill sendur í skólann: Jakob varð að fara til tannlæknis í dag vegna tannpínu, og verður þess vegna heima. Jón Jónsson.

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.