Vorið - 01.03.1953, Blaðsíða 37

Vorið - 01.03.1953, Blaðsíða 37
V O R I Ð 33 Avarp til kaupenda Gleðilegt nýjár. Þökk fyrir við- skiptin og samstarfið á liðnurn ár- um. Já, þökk fyrir öll elskulegu bréfin ykkar, sem skipta mörgu'm húndruðum síðastliðið ár. Vorinu þykir vænt um þau öll, þótt engin leið sé til að svara þeim öllum. Á síðastliðnu ári voru veitt verð- laun fyrir kaupendafjölgun, eins og skýrt var frá í síðasta hefti. í ár verður þetta með nokkuð öðrurn hætti. Nú hefur verið ákveðið að greiða fjórar krónur fyrir hvern nýjan áskrifanda, t. d. 20 kr. fyrir 5 og 40 kr. fyrir 20 nýja áskrifend- ur o. s. frv. Dregst sú upphæð frá, þegar greiðsla er send. Upp frá því eru svo greidd 20% í innheimtu- laun. Þá fá nýir áskrifendur síðasta argang í kaupbæti, eða einhvern eldi árgang, meðan upplag endist, enda fylgi þá greiðsla fyrir yfir- standandi árgang pöntun. Við treystum Jrví enn sem fyr, að þið verðið dugleg að afla Vorinu nýrra áskrifenda. Einnig óskum við eftir því, að þið haldið áfram að senda efni í blaðið, en reynið að vanda allt sem Jrið sendið, bæði skrift og frágang, svo að hægt sé að taka Jrað í ritið. Fyrir áramót voru sendar póst- kröfur til allra, sem ekki höfðu þá gi'eitt Vorið. Fjöldi kaupenda er þegar búinn að leysa Jrær út, en Uokkrir eiga J>að þó eftir enn. Þetta verður síðasta blaðið, sem Jreir fá, er ekki hafa greitt síðastliðinn ár- gang. Hér eftir er bezt að skrifa utan á öll bréf til Vorsins: Vorið, Akureyri. Útgefendur. GAMLAR GÁTUR. 1. Saman strengdir seggir tveir við saur oft búa, nætur svengdir Jrola þeir og Jrrældóm lúa. 2. Eg Jró ganrall orðinn sé, eineygður með skeggið síða, í mektugasta mustere mér er boðið inn að skríða 3. Eina veit ég auðarlín iðju stunda þarfa, drjúgmn rífur systkin sín, sízt vill annað starfa. 4. Einn er karl, í eldi hann situr, oft hans svannar fylla kvið. Uppköst fær hann af Jrví bitur, allt fer Jrað um nefgreyið. 5. Frændur tveir þar flugust á, um fæðu þeim á milli bar. Heiftarlega hrifsa frá hvor öðrum, Jrað gefið var.

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.