Vorið - 01.03.1953, Blaðsíða 32
28
V O R I Ð
satt, honum var illt í höfðinu. Nú
fann hann það, og svo var sviði fyrir
brjóstinu. Þarna stóð þá læknirinn
líka í dyrunum. Svona líka álvar-
legur.
Hann hlustaði drenginn, mældi
liitann, taldi æðaslögin og spurði
hann ótal spurninga, sem ekki virt-
ust þó koma beint veikindum hans
við. Hvað haldið þið svo, að lækn-
irinn hafi sagt að lokum? Það var
ekki nærgætnislegt. Hann sagði
grafalvarlegur og stökk ekki bros:
,,Þig langar aftur í skólann með
jafnöldrum þínum, Dóri minn, og
ég lái þér það ekki. Ég hef nú geng-
ið í skóla meira en tug ára, og ég
væri til með að læra meira“
Svo kvaddi læknirinn og Dóri
lá aleinn í rúminu sínu, aleinn og
alveg ráðþrota. Nú mundi liann
ekki einu sinni eftir blessuðu l'rels-
inu.
Tíminn leið nú frarn að vorprófi.
Börnin komu rjóð og kát og voru
að ræða um einkunnir og ferðalag
í sumar með skólastjóranum, sem
ætlaði að safna blómum með þeirn
um sumarið og liggja í tjaldi við
það nokkra daga.
En vinur okkar, Dóri, sem hafði
þó verið sá slingasti í grasafræði
um veturinn, átti auðvitað ekki
samleið með hinum börnunum, því
að hann var alls ekki í skóla. Hann
hafði mest farið einförum eftir
heimsókn læknisins, en aldrei hal'ði
læknirinn verið sóttur oftar.
Það var lítill, sorgmæddur og
umkomulaus Dóri, sem barði að
dyrum hjá skólastjóranum klukkan
hálf átta að morgunlagi. Hann konr
ekki upp neinu orði, en henti sér
grátandi í fangið á skólastjóranum-
Hvað þeim 'fór íleira á milli hefur
ekki frétzt.
En nú er kominn annar vetur, og
nú er Dóri kominn í skólann, og
öllum ber saman um, að enginn
stundi nám sitt betur, og það, sein
meira er, hann er miklu glaðari og
léttari í lund en á meðan hann var
frjáls.
Dóri segist ætla að verða lærðui'
maður, helzt kennari í náttúru-
fræði. Hann á marga vetra nám
framundan, en Dóri virðist alls ekki
kvíða því. Annars er rétt að geta
þess, að el’tir heinrsókn sína til
skólastjórans, var það fastmælum
bundið, að hann fengi að fara með
hinum fyrri skólasystkinum sínum
til blómasöfnunarinnar um sumar-
ið. Og í því ferðalagi reyndist eng-
inn lionum duglegri né vandvirk-
ari.
Dóri lekk atvinnu um sumarið í
blómabúð, og þar reyndist hann svo
trúr og skyldurækinn, að honum
var boðin þar atvinna næsta sum-
ar, og einnig að hjálpa til við og við
um veturinn, eftir því sem hann
hefði tíma til og þörf væri fyrir
hann.
Um haustið, þegar skólinn var
settur, bað skólastjórinn fólkið að