Vorið - 01.03.1953, Blaðsíða 10
6
VORIÐ
það, að þú hrýtur svo hátt, að
þakið ætlar af húsinul Veslings
Cæsar fær ekki svefnfrið í körf-
unni sinni! Auk þess lnistist
hann af hræðslu og augun ætla út
úr honum af skellingu. Hann fær
taugaáfall og deyr, ef þessu held-
ur áfram!
MILLA: Hamingjan góða! (Stend-
ur upp óttaslegin og fellur á sín
gigtveiku kné við körfuna hans.)
Ertu veikur, auminginn! Hefur
Milla frænka verið vond við þig?
(Lyftir honum upp og gælir við
hann. Cæsar er feitur og loðinn
og hreyfir sig ekki.)
MALLA (stranglega): Láttu hann
vera, Milla! Þú hefur ekki snefil
af uppeldisfræðtlegum skilningi!
Það sýnir sig bezt á henni Betu
Súsönnu.
MILLA (leggur hundinn aftur í
körfuna): Já, ég veit það, Malla
mín, ég veit það vel! En Sússí. . .
(Ræskir sig duglega.) Þú verður að
fyrirgefa, en Beta Susanna er sér-
stakt engilbarn, Malla litla, það
verður þú þó að viðurkenna! —
Hugsaðu þér, hvernig hún kann
lexíurnar sínar! Stundum situr
hún tímunum saman yfir þeim.
Og hvernig hún lærir utan að!
Hún kann svei mér þá alla
söngva, sem til eru. Og hún lærir
hverja dansvísu Um leið og hún
heyrir hana!
MALLA: Hún ætti nú heldur að
syngja eitthvað eftir skólasöng-
bókinni sinni. Það hefði betri
upeldisáhrif, og þess þarf hún
sannarlega með, eftir allt dekrið í
þér, Milla! Og satt að segja, þá er
það bara merkilegt, hvernig eink-
unnabókin hennar er, ekki meiri
tíma en hún hefur til lestursins.
MILLA: Já, það er víst óhætt að
segja það, Malla! (Áköf.) En þú
veizt nú líka, að þessar kennslu-
konur eru svo ranglátar, og þáð
segir hún nú líka, blessunin sú
litla.
MALLA: Ó, já, hún segir það nú
líka. (Þögn.) Hún er eitthvað
lengi í burtu í dag. Hvað er
klukkan? Hún ætti að geta verið
komin heim. Klukkan tuttugu og
þrjár mínútur yfir tvö.
MILLA (lítur á klukkuna, sem er
fimm mínútur yfir hálf þrjú.
Blimskakkar augunum hrædd á
systur sína): Ég get ekki almenni-
lega séð þetta, Malla mín!
MALLA: Komdu hérna með
klukkuna! Þú veizt, að ég verð að
hafa hana rétt hjá mér til að geta
séð, hvað hún er.
MILLA: Já, já, ég skal gera það!
(Færir laumulega vísana á korter
yfir tvö.) Gerðu svo vel, Malla
mín.
MALLA: Nú, ekki meira! Það var
merkilegt.
MILLA: Já, þarna sérðu sjálf. Þú
gerir oft blessuðu barninu rangt
til. Hún flýtir sér alltaf eins og'
hún getur. Og þarna er hún bara