Vorið - 01.03.1953, Blaðsíða 20

Vorið - 01.03.1953, Blaðsíða 20
16 V O R I Ð „Það er nú víst rétt hjá þér, mamma. Nr. 3. Ég skal ekki reiðast á nýja árinu. — Manstu eftir nokkru fleiru, sem ég ætti að ákveða núna um leið?“ spurði Marteinn. Mamma brosti og sagði: „Hvern- ig væri að liafa með þá reglu, að vera alltaf í góðu skapi?“ Marteinn skrifaði: „Nr. 4. Ég ákveð að vera alltaf í góðu skapi á þessu nýja ári.“ „Þú gætir nú vel bætt við ákvörð- un um það, að lesa námsgreinarnar þínar alltaf samvizkusamlega. Ekki fráleitt heldur að punkta hjá þér að vera ekki eins sóðalegur og þú ert stundum, og jafnvel eina grein um það, að taka til í kringum þig og hafa bækur þínar og leikföng í röð og reglu.“ Já, Marteinn skrifaði þessar bendingar sem 5., 6. og 7. reglu að lialda á nýja árinu. Hann liafði ekki alveg lokið þessu, er dyrabjall- an hringdi. „Ó, Marteinn, vertu nú vænn og opnaðu, og sjáðu hver þetta er,“ sagði mamma. „Já, bíddu svolítið, mamma. Ég ætla bara að Ijúka við að skrifa upp reglurnar mínar.“ „Kannske að þú vildir lesa upp fyrir mig reglu nr. 1,“ sagði mamma. „Ég ákveð hér með að hlýða strax, ef mannna kallar á mig og biður mig að skreppa eitthvað, eða gera annað fyrir sig,“ las Marteinn. Dyrabjallan hringdi á ný. Mamma stóð á fætur og hjóst til að fara og opna. En Marteinn spratt upp eins og vindsveipur, hljóp fram hjá henni og opnaði dyrnar. —■ Hann kom til baka með reikning í hendinni og mjög leiður að sjá eða óánægður. „Hvernig hljóðar nú 4. reglan þín?“ spurði mamma. Marteinn byrjaði að lesa: „Nr. 4. Ég ákveð að vera alltaf í góðu skapi á þessu nýja ári.“ Marteinn varð hryggur í bragði: ,,Það verður nu erfitt að muna þetta alltaf. Þú verð- ur að hjálpa mér, mamma." „Það væri mér mikil gleði, ef ég gæti hjálpað þér, máttu vita,“ sagði mamma. „Ég held þú ættir að líma reglurnar þínar á spjald og liengja það upp á vegg í herberginu þínu. Þú gætir skrifað þær með litum og fallegum stöfum og hengt þær svo yl'ir rúmið þitt. Hvern morgun, er þú vaknar, geturðu þá lesið þær yfir, og það minnir þig á að halda loforðin all- an daginn. Og á kvöldin geturðu svo ril'jað upp, hvaða reglur þú hef- ur átt erfiðast með.“ „Já, það er einmitt það, sem ég hafði hugsað mér að gera,“ sagði Marteinn. Og heldurðu ekki, að Guð muni hjálpa mér að halda reglurnar mínar?“ „Jú, það er ég viss um,“ sagði mamma. „Þeg'ar við freistumst til að

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.