Vorið - 01.03.1953, Blaðsíða 22
18
V O R I Ð
Hoffmann læknir batt sjálfur um
fótinn. Hann batt fast og bindið
var óbærilegt. Bertu leið illa vegna
l)indingsins, þegar læknirinn var
farinn. Hér lá hún í rúminu, án
þ'ess að geta hreyft sig, og. hugsaði
fram og aftur um þennan atburð.
Hún hafði ekki búizt við þessu.
Henni lá við gráti, þegar hún
spurði Maríu, hvort þetta væri
hættulegt.
„Ekki gat hann neitt um það. En
læknirinn segir aldrei, hvort eitt-
livað er hættulégt eða ekki,“ svaraði
María. Þetta var öll huggunin, sem
Berta fékk.
Hún hafði enga löngun lengur
til að fá einhverja vinstúlku sína
heim til sín. Nú lá hún bara og
liugsaði um, hvað eiginlega væri að
henni. Hún liafði alls ekki fundið
þetta upp sjálf í gær. En ef til vill
ýkt sársaukann dálítið, til þess að
fá að vera heima.
María var reglulega grörn yfir að
Berta skyldi liggja í rúminu, svo að
hún þyrfti að snúast við hana. Og
þegar Berta kallaði eftir einhverju,
fékk hún að heyra, að María hefði
annað að gera. Nri gat hún ekki
kallað á mömmu sína, og systir
hennar var önug og geðvond.
„Hér hefurðu bók að lesa, og
vogaðu þér svo ekki að kalla á mig
aftur,“ sagði María ógnandi. Það
gagnaði ekkert, þó að Berta mót-
mælti og segði, að hún hefði lesið
bókina áður.
Um hádegið komu skilaboð frá
bakaranum um að beðið væri um
Maríu í síma. Hún flýtti sér niður.
Það var Sören, sem var í símanum.
Konan hans hafði verið vinnukona
hjá móðurforeldrum Maríu í æsku
sinni. Henni þótti vænt um börnin
og gladdi þau oft á ýmsan hátt.
„Ég hef heyrt, að mamma þín sé
ekki heima,“ sagði hann. „En nú
skuluð þið koma öll heim til mín í
dag og drekka með okkur kaffi-
Það er afmælið mitt, og við höfum
mikið af ágætum kökum."
„En hvqð það var gaman. Þú
mátt vera viss um, að við komum,“
sagði María. Hún var orðin svo
þreytt á matartilbúningi og upp-
þvottum, að hún hugsaði til þess
með gleði að geta verið áhyggjulaus
og látið aðra stjana við sig. Sören
hafði verið matreiðslumaður á skij)i
á yngri árurn, og hann'var snilling-
ur í að búa til mat.
Hún leit fljótt eftir, hvort allir
ættu hrein föt. Sokka Hrólfs þurfti
að stojDjra og það þurfti að slétta
blússu Karls litla. í eldhúsinu var
mikið af óþvegnu leirtaui. Hún
dreif það allt inn í skáp, til þess að
faðir hennar sæi það ekki. Hún
nennti ekki að fást meira við það í
dag.
Berta varð bæði gröm og hrygg,
þégar hún heyrði, að þau ætluðu öll
í afmælisveizlu til Sörens. Oll börn-
in hlökkuðu ævinlega til að heim-
sækja Sören og Jörgínu, konu lians.