Vorið - 01.03.1953, Blaðsíða 29
V O R I Ð
25
skorningunum og smeygir sér fram
hjá okkur á hlaðinu inn í skotið sitt,
og lagðist þar ósköp döpur og
skömmustuleg; þá skammaðist hún
sín fyrir að hafa týnt honurn.
Einu sinni var kaupakona hjá
okkur, senr lrenni þótt mjög vænt
unr og saknaði mikið, þegar lrún
fór unr haustið. Um veturinn kem-
ur ln'ur í heimsókn, og þegar liún
sezt inn, þá situr Píla á gólfinu og
horfir á hana. Allt í einu stekkur
hún upp í kjöltu hennar, hallar
sér upp að brjósti hennar og legg-
ur hausinn undir vanga hennar, og
blíðan og tryggðin skein úr augna-
ráðinu.
Það var lækur fyrir ofan bæinn,
sem oft var slæmt að komast yfir á
vetrunr, svo að piltarnir settu
pianka yfir Jiann tii að ganga á, og
var Píla þá með þeim. Það var pilt-
ur við þetta, sem Tryggvi heitir
og Pílu þótti mjög vænt um. Þegar
búið var að setja plankana yfir, þá
þorði hún ekki að gariga á þeim.
Tryggvi kenndi henni svo að ganga
yfir á þeim. Nokkru seinna fór ég
upp fyrir og Píla var með nrér. Þeg-
ar ég fór að nálgast lækinn, fer hún
að verða svo kát og hlaupa að lækn-
um og svo til mín aftur, og þegar
að brúnni kenrur, hleypur liún yfir
og leggst á bakkann; lrorfir hún á
mig og heldur nú, að ég þori ekki
yfir. Svo kemur hún ósköp hægt yfir
og svo til baka, og er þá alltaf að
stanza og líta til mín og vill nú auð-
sjáanlega, að ég komi á eftir sér.
Hún var að kenna nrér að ganga
yfir eins og Tryggvi kenndi henni.
Það mætti segja margar fleiri sög-
ur, senr sýna,- hvað hún var framúr-
skarandi vitur og trygglynd.
Kona í Eyjafirði.
Margrét Ólafsdóttir á
Hegrabjargi, Skagafirði,
á snjóhestinum, sem hún
hjó til í fyrra.