Vorið - 01.03.1953, Blaðsíða 42
VO RIÐ
$8
Horfðu alltaf á stjörnurnar
Norskur sjómaður segir svo frá:
Einstakri stjörnu og þeim guði,
sem skapaði liana, á ég það að
þakka, að ég komst lífs af tir mikl-
um háska.
Fyrir mörgum árurn tók ég mér
ferð á hendur með stóru barkskipi.
Svo var það nótt eina dimnta og
stormasama. Stormurinn æddi yfir
hafið og brirnið var ægilegt, en við
vorum staddir nálægt hættulegri
strönd. Okkur rak stöðugt nær og
nær landi og vorum rétt að kalla
komnir inn í brimgarðinn11.
Skipstjórinn var reyndur sjómað-
ur, og þegar hættan var mest, tók
hann sér sjálfur stöðu við stýrið, og
reyndi á allan liátt að tala kjark í
okkur hina. Hann var ekki heilsu-
hraustur, og einmitt nú var hann
mikið veikur. En hann var vilja-
sterkur, og gaf skipanir sínar í
gegnum gjallarhornið með þeim
styrk og festu, er gaf okkur hinum
kjark og þrek.
,,Karl!“ hrópaði hann, er vindur-
inn ætlaði að tæta seglin og það
brakaði í mastrinu, „stattu hérna
hjá mév, ég er að þrotum kominn.
Sér þú stjörnuna þarna uppi yfir
okkur?“
„Já, skipstjóri.“
„Ef ég skyldi gefast upp, þá
skaltu stýra beint á stjörnuna, og
þið munuð bjargast. En ef þið miss-
ið sjónar á stjörnunni, þá er úti urn
okkur. Og gleymið því ekki, Karl,
að það er ein stjarna, sem þá verður
alltaf að fylgja, ef þú vilt komast
örugglega í Itöfn.“
Ég skildi, hvað liann átti við.
Hann vildi benda mér á Jesús
Krist. Hann var sá samvizkusamasti
skipstjóri, sem ég hef nokkru sinni
þekkt, og notaði öll tækifæri til þess
að hafa góð áhrif á okkur.
Þegar hann gat ekki meir, kallaði
liann með þrumuraust, sem yfir-
gnæfði storminn: „Drengir, missið
ekki sjónar á stjörnunnil“ En því
næst hneig hann niður. Hann var
borinn niður í káetuna, og þar and-
aðist hann.
Þegar mér var ljós hættan, sem
við vorum í, bað ég einn hásetann
að binda mig fastan við stýrið, svo
að ég gæti hlýtt fyrirskipan skip-
stjórans.
Stjarnan vísaði okkur hinn rétta
veg. Skömmu síðar vorum við
komnir fram hjá brimgarðinum og
vorum úr allri hættu.
Þegar hættan var liðin hjá, gekk
ég niður í káetuna og gjörði bæn
mína. Ég bað Guð að leiða mig
gegnum storma lífsins, eins og
hann hafði gjört þessa nótt, og
hann hefur heyrt bæn mína.