Vorið - 01.03.1953, Blaðsíða 16
12
V O R I Ð
BÁÐAR: Verið þér sælar, — verið
þér sælar og þúsund þakkir fyrir
komuna!
SÚSSÍ: Ó, ekkert að þakka - ekk-
ert að þakka! (Fer.) (Systurnar
líta hver á aðra.)
MALLA: Þetta var elskuleg kona!
Svo menntuð í orðurn og fram-
komu.
MÍLLA: Já, alveg dæmalaus!
MALLA (lítur á borðið): En hún
liefur borðað allt vínarbrauðið!
MILLA: F.g lield það sé gott. Hún
hefur verið svöng, vesalingurinn!
En indælt var að heyra hvað hún
sagði margt fallegt um blessaðan
litla engilinn! En hvert hefur
hún eiginlega farið? (Hringt.)
MALLA: Hver getur þetta verið?
MARÍA (kemur inn): Hvað á ég nú
að gera?
MALLA: Farið til dyra. Það er ver-
ið að hringja.
MARÍA: Væri ekki bezt að láta það
eiga sig? Það er einhver bölvaður
rukkarinn!
MALLA: Þvaður er þetta! Farið
þér strax til dyra!
SÚSSÍ (kemur þjótandi inn): Hefur
fröken Muller komið liingað?
(Enn er hringt ákaft.) Þið ættuð
ekki að ljúka upp! Ég held að
þetta sé brjáluð manneskja!
MILLA (æpir): Guð minn alnrátt-
ugur! Bjáluð?
MALLA: Hvað er barnið að segja.
Hvers vegna ætti hún að vera
brjáluð?
SÚSSÍ: Hún er svo afkáraleg.
MALLA: Hvar hefur þú séð hana?
SÚSSÍ: Ég? Ég gægðist gegnum
bréfarifuna á hurðinni.
MALLA (vantrúuð): Og María
líka?
MARÍ A: Já, já, — næ, næ, — það er
að segja.. . .
MALLA: Það eruð þið, sem eruð
brjálaðar báðar tvær! Ætlið þið
ekki til dyra?
(Sússí æpir og felur sig bak við
stól. María æðir örvilnuð aftur
og fram. Systurnar ganga til
dyra.)
ER. MULLER (geisar æðisgengiu
inn í stofuna, en systurnar reyna
að halda aftur af henni): Þetta er
nú sú mesta svívirðing, sem ég
hef nokkurn tíma kynnzt. Hvers
konar mannasiðir eru þetta eig-
inlega? Hér kem ég til að tala við
yður, og þér opnið ekki einu
sinni dyrnar! Nær svona lagað
nokkurri átt!
MALLA: Hvaða erindi eigið þér
eiginlega hingað?
FR. MULLER: Það vitið þér vel!
MALLA: Það hef ég svei mér ekki
hugmynd um. Hvað heitið þér
með leyfi?
FR. MULLER: Nafn rnitt er Niko-
lína Muller.
MILLA: Hvílík ósannindi!
FR. MULLER: Hvað vogið þér yð-
ur að segja?
MALLA: Hún sem var að fara héð-
an rétt í þessu!