Vorið - 01.03.1953, Blaðsíða 27

Vorið - 01.03.1953, Blaðsíða 27
V O R I Ð 23 Ég finn nú, að ég hef ofreynt mig. Síðan Karl fæddist hef ég aldrei verið vel hraust. Já, Karl litli er augasteinninn minn. Stundum ótt- ast ég, að eitthvað rnuni koma fyrir hann, þegar ég er ekki nærri til að líta eftir honurn. Þú veizt ekki hvað hann er mér mikils virði, allt frá þeirri stund, þegar ég var við dyr dauðans og hélt á honum í faðmin- uin í fyrsta skipti. Fæðing hans kost- aði mig meiri þrautir en ykkar allra til samans. Þess vegna þykir mér svo vænt um hann. Gættu hans vel, María. Ég veit, að hann er eftirlæt- isbarn. Hann mun eflaust þreyta þig og vera erfiður, en mundu það, að hann er lítill og þarf móðurum- hyggju. Það eru gerðar miklar kröfur til þín þennan tíma. Ég fæ oft lijart- slátt, þegar ég hugsa um þá reynslu, sem þii ert sett í. Þú ert svo óvön verkum, en vön því að láta hjálpa þér, og nú hvílir allt heimilið á þínum herðum. En ég vona að þessi tími verði þér til lærdóms og þroska. Þegar ég hef setið hér alein og hugsað, þá hef ég séð, að ég hef ekki breytt rétt við ykkur. Ég hef á allan hátt reynt að hjálpa ykkur og rutt öllum hindrunum úr vegi. Nú sé ég, að þetta var rangt. í gegnum mótlætið eigið þið að þroskast til að verða fólk með ábyrgðartilfinn- ingu. í stað þess að þreyta mig fyrir ykkur, hefði ég átt að leita hjálpar hjá ykkur, sem eruð ung og hraust. — Og ég hugsa að við skiljum hvor aðra betur, þegar ég kent heim aftur. Á Jressum tírna muntu læra að verk mín eru alls ekki eins lítil og Jrú hélzt. Þá munum við hjálpast að sameiginlega. Þá munum við skipta með okkur skyldum heimilisins og uppskera af Jrví gleði og hamingju. Þú vilt ef til vill spyrja um orsök þess, að ég lét eigingirni ykkar ráða svo miklu, án Jress að segja neitt eða gera. Það er hin mikla ást mín til ykkar, sem er orsök þess. Þótt ég hafi breytt rangt, Jrá hefur Jrað ekki verið til að vinna ykkur tjón. — En allt Jretta geturn við spjallað um, þegar við hittumst aftur. Beztu óskir mínar eru hjá Jrér. Guð blessi Jrig og hjálpi ])ér! Heilsaðu Bertu, Ingu og Hrólfi. Kysstu Karl frá mér. Ég ])iái ykkur öll fimrn svo ósegjanlega og pabba þinn. Kær kveðja Þín mannna. (Framhald). AÐ HLAUPA í SKARÐIÐ. Leikendur standa x hring og haldast í hendur. Einn er utan við hringinn, geng- ur utan með honum og segir: „Alein(n) ég fyrir utan varð.“ Allt í einu vindur hann sér að einhverjum í hringnum og segir: „Eigum við ekki að hlaupa í skarð?“ og slær hann létt um leið. Þeir hlaupa síðan sinn í hvora áttina. Þegar þeir mætast, takast þeir í hendur, heils- ast og hneigja sig. Keppast síðan við að komast í skarðið. Sá, er verður á eftir, verður úti næst.

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.