Vorið - 01.03.1953, Blaðsíða 31

Vorið - 01.03.1953, Blaðsíða 31
V O R I Ð 27 hann íór í sendifeðir fyrir gömlu konuna, ef hún þá náði í hann. liækurnar skyldu þó fá að liggja og rykfalla. Hvort lífið yrði nú ekki annað! Laus við skólann, kennar- ana og háðsglott barnanna, þegar hann kunni ekkert. Þurfa ekki að greiða sér eða þvo á neinum vissum tímum. Engar hömlur eða þving- anir! Sem sagt, alveg frjáls! I nokkra daga virtist Dóri ánægð- ur með lífið, en rétt áður en börnin fengu páskaleyfið, varð honum oft hugsað til skólans og barnanna. En það hlaut að breytast, þegar börnin fengju líka frí. Páskaleylið kom, en hann eða börnin voru orðin breytt. Ymislegt hafði komið fyrir í tímum, frímín- útum og leikjum barnanna, sem hann ekki gat fylgzt með, og hann var ekki lengur félagi jafnaldra sinna. Svo tóku börnin að tala um, að gaman væri að fara aftur í skólánn. Þau virtust hlakka til. Sum kváðust ætla að spyr ja kennarann um eitt og annað, senr þau vildu vita betur skil á. Dóri stóð utan við þetta allt. En hvað var hann líka að hugsa um þetta — hann, sem var öllum óháð- ur og alveg i'rjáls? En morguninn, sem börnin fóru aftur í skólann, vaknaði Dóri fyrir venjulegan skólatíma og gat alls ekki sofnað. Mörg börn áttu leið fram hjá húsi hans. Hann fór fram úr rúminu og gægðist út með gluggatjaldinu. Hann vildi ekki láta sjá sig. Þarna komu þeir Nonni og Bjössi, þeir hlógu og hröðuðu sér. Ekki virtust þeir í vondu skapi. Nú, þarna komu þær Ella og Olla. Ekki var ncinn kvíða á þeim að sjá. Svo kom Lalli, ganrli leikfélagi hans, hann var bjartur og brosandi. Honum varð litið upp í gluggann hans Dóra, og um leið virtist hann verða áhyggjufullur á svip, en til allrar hamingju sá liann ekki Dóra, enda talið sjálfsagt, að hann svæfi. En Dóri hopaði frá glugganum, henti sér upp í rúmið og fór að gráta. Hann grét æði stund, en svo hætti hann snögglega og fór að hugsa. Af hverju var hann eiginlega að vola, hann var þó frjáls, þurfti alls ekki í skólann og mátti sofa til hádegis. En honum tókst alls ekki að gera sig rólegan. Og líka fór hann aftur að snökta. Ganda konan hafði víst heyrt til hans, og nú birtist hún í gættinni. „Ertu veikur, væni minn?“ sptfrði hún með sinni venjulegu ró. Já, hann var veikur. En hvar? „1 höfðinu og meira." „Eg ætla að skreppa í næsta luis og hringja í lækninn.“ Svo hvarf hún, og hún var nú vön að framkvæma, sú gamla kona. Og nú var læknisins von. Hann var búinn að segja, að hann væri veikur, og nú varð hann að segja lækninum eitthvað meira. Það var

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.