Vorið - 01.03.1953, Blaðsíða 12

Vorið - 01.03.1953, Blaðsíða 12
8 V O R I Ð hana og hermdi svo eitir henni: „Ja, hngsa sér hegðun ykkar börn! Hún er fyrir neðan allar hellur! Foreldrar ykkar myndu krossa sig á bak og fyrir, ef þeir vissu, hve virðingarlaust þið komið fram! Og hve undralangt þið eruð frá þeirri siðfágun, sem skólinn á að kenna ykkur!“ MARÍA (full aðdáunar): Ó, Sússí, þú ert dásamleg! SÚSSÍ: Já, dásamleg! Það er rétta orðið! En heyrðu, María. Nri verður þú að hjálpa mér rit úr þessari klípu. Nú hef ég einmitt fengið svo sniðuga hugmynd! MARÍA: Nei, takk, góða mín! Ég þekki þínar högmender! SÚSSÍ: O, María, elsku María, þú mátt ekki bregðast mér! MARÍA: Og svo lende ég í allri skömmene. Ég ætte nú að kann- ast veð það! SÚSSÍ (sannfærandi): O, María, vertu nú ekki svona vond. Eg skal krulla þig svo fallega með eldtöngunum fyrir sunnudag- inn og lána þér fallega klútinn minn! MARÍA (hugsandi): Heldur þú að hann fari mér vel? SÚSSÍ: Já, María, já, já —• það er ég viss um. O, hann Svenni hérna kaupmanns! Sá held ég að verði skotinn. Þú átt hann nú hálfan, en færð hann allan, María! MARÍA (þykist reið. Slær til henn- ar); Ó, bjánenn þenn! SÚSSÍ: Og svo skal ég syngja fyrir þig allar nýju vísurnar og falleg- ustu danslögin, þú rnanst eins og „Komdu og kysstu mig, kysstu mig, kysstu mig!“ Og svo skal ég kenna þér að dansa Samba, þegar kerlingarnar fara á föstuguðs- þjónustuna á föstudagskvöldið! MARÍA (sigruð): Jæja, hvað er það þá, sem ég á að gera? SÚSSÍ (dansar hrifin um gólfið með hana): O, þú ert dásamleg, Mar- ía! (Þýtur í töskuna sína, opnar liana og tekur upp bréf.) Sjáðu nú. Er hún ekki sniðug frökenin — að biðja nrig fyrir bréfið! En nú skulum við sjá, lrvað í því er. MARÍA (óttaslegin): Allt mögulegt getör þú dregið nrig út í. Ég senr lref sjálf lesið, að maðör getör l'areð í steinen, ef nraðör ríför öpp annarra manna bréf. Og það skal ég láta þeg vita, að það er ekkert gaman, því ég hef sjálf séð það, þegar ég var lrjá henni Kristínu fangavarðar. SÚSSÍ: Oje, þú ert nú meiri rag- geitin, María! (Opnar umslagið með títupjóni frá frænku sinni.) Látum okkur nú sjá. Nú skaltu lreyra! (Les.) Virðulegu ungfrúr! Ég leyfi mér hér með að heim- sækja yður í dag kl. 5, til að tala um frænku yðar, Betu Sússönnu. Virðingarfyllst! Nikólína Muller. (Talar.) Ó, hún er dásamleg, blessnð frökenin. En hún sér ekki Betu Sússönnu, þessi gamla gæs!

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.