Vorið - 01.03.1953, Blaðsíða 15
V O R I Ð
II
ir höndina hjartanlega til fröken-
arinnar): Góðan daginn! En hvað
það var fallegt af yður að koma
til okkar!
MlLLA (Ireilsar): Góðan daginn,
og þér ætlið að segja okkur um
blessaðan litla engilinn.
SÚSSÍ: Engillinn. Já, — það er hún
sannarlega. Hún er næstum því
of indæl, skal ég segja yður. Oft
hefur mér dottið í hug, að hún
væri of góð fyrir þessa vondu ver-
öld. Lexíurnar sínar kann hún
reipennandi, en þið megið ekki
ásaka hana, þó að einkunnirnar
hennar séu ekki alltaf jafnháar!
IJað er bara vegna þess, að ég ótt-
ast að hún geti orðið hrokafull,
blessað barnið!
MALLA: Það er alveg rétt af yður,
fröken!
MILLA: Nei, hrokafull verður hún
aldrei, blessunin litla. Mundu nú
þetta næst, Malla mín, að sneypa
hana ekki fyrir einkunnirnar
hennar!
MALLA: Nei, auðvitað ekki, þegar
ég veit hvers vegna, — þá. . . .
MILLA (lítur óróleg til dyranna):
Þér ættuð sannarlega að fá kaffi-
sopa, en barnið. . . .
MALLA: Já, Beta Sússanna átti að
fara eftir brauði, en við verðunr
víst að senda Maríu.
(María kemur inn með vínar-
brauðin.)
MALLA: Jæja, það er þá konrið!
Rallið á Betu Sússönnu, María!
MARÍA (flissar):' Hún vell ekke
koma!
MALLA: Vill ekki?
SÚSSÍ: Hún er kannske feimin,
auminginn!
MARÍA (er að kafna af blátri): Já,
það er líklegt!
SÚSSÍ: Stúlkan er nokkuð hlátur-
mild! (María engist af hlátri.)
MALLA: Þér verðið að fyrirgefa,
góða fröken! Ég skil ekki hvað er
að stúlkunni. (Milla skenkir
kalfið.)
MALLA’ (kemur auga á kjól fröken
Muller. Lagar á sér gleraugun og
fer að skoða hann): Mikið er
kjóllinn yðar fallegur, fröken
Muller!
SÚSSÍ: Finnst yður ekki!
MALLA: Fallegur, já! Ég á nefni-
lega alveg sams konar kjól. Sjáðu,
Milla!
MILLA: Það er merkilegt.
SÚSSÍ: Það er óskil janlegt!
MALLA: Ég er alveg viss um það!
Nú skal ég sækja hann!
SÚSSÍ: Nei, verið þér ekki að hafa
fyrir því! Ég er líka alveg að fara.
Ég verð að flýta mér! (Hún hellir
í sig kaffinu í einum teyg. Fyllir
munninn af vínarbrauðunum.
Tekur það sem eftir er í vinstri
hendina. Kveður með bukti og
beygingum.) Verið þér sælar! —
Verið þér sælar! — Nei, nei, ekki
fylgja mér til dvra, það er alveg
óþarfi. Ég er víst einfær um að
komast út.