Vorið - 01.03.1953, Blaðsíða 36
32
V O R I Ð
meint við þetta bað. Kópur hefur
gaman af að elta tófur. Hann fer oft
á kvöldin ;ið rekja tófuslóðir, og
eins á morgnana, ef farið er snemma
á fætur. Það var í fyrravetur, þá
heyrðum við einn morgun voða læti
fyrir utan tún. Við förum að gá að.
Þá er þetta Kópur með tófu og virð-
ist vera að leika sér að henni. Þegar
tófan snýr við upp eftir, þrífur
hann í skottið á henni og hendir
henni yfir sig, svona gekk það koll
af kolli, eins lengi og við sáum lil
þeirra. Eftir langan tíma kemur
Bensi og foreldrar hans.
Kópur heim, en hvað varð af tóf-
unni veit maður ekki. Líklega
drepur hann þær nii, ef hann nær
þeim, hann er svo sterkur. Annars
eru tófurnar víst orðnar liræddar
við hann, þær sjást hér ekki nú í
kring, þótt allt væri fullt af þeim
áður á vorin.
Bensi getur sofið allan daginn.
Hann lætur fara vel um sig á púð-
unum í dívaninum. Á kvölclið verð
ég að láta hann frarn, því að
mamma vill ekki hafa hann inni á
nóttinni. Hún segir, að hann sé
sóði. Þegar gott er veður, fer hann
að veiða sér í matinn. En þegar kalt
er, langar hann til að vera inni.
Eitt kvöld var mikið frost og kalt
úti. Þá kenndi ég í brjósti um
Bensa. Hann var að væla og skæla
framan við baðstofuhurðina. Þá fór
ég fram fyrir til að hugga hann og
ætlaði að bt'ia vel um liann á kind-
argæru. Þá sé ég, að Kópur verður á
undan mér, þrífur í hnakkann á
Bensa og dregur hann í bælið sitt,
þar sent hann sefur innan við
gömlu vélina á kindargæru, og
leggur liann niður á m.illi lappa
sinna. Bensi varð hálf hræddur í
bili og gleymdi að hljóða, en svo
hringar hann sig niður og fer að
mala, og þarna sefur hann til morg-
un, alltaf síðan, ef kalt er og hann
treystir sér ekki á veiðar, sefur hann
hjá Kóp. Það er svo gaman að sjá
j)á, þegar þeir eru búnir að heiðra
sig saman, jrað eru sannir vinir.
Cdeðilegt ár, góða Vor,
gaman er ]ng að lesa.
Hreinn Jónsson.
Hvað heitir þú, litli vinur?
Ég heiti Hans.
Það var fallegt nafn. En í höfuðið á
hverjum heitir þú?
Kónginum.
En konungurinn heitir þó ekki Hans,
væni minn.
Jú, víst. Menn segja alltaf: „Hans há-
tign.“