Vorið - 01.03.1953, Blaðsíða 21

Vorið - 01.03.1953, Blaðsíða 21
V O R I Ð 17 FRAMHALDSSAGAN: María annast heimilisstörfin eftir TROLLI NEUTZSKY WULFF EIRÍKUR SIGURÐSSON íslenzkaði (Framhald). Nokkru fyrir hádegi kom Hoff- mann læknir. Berta lá og' las í bók. Hún hugsaði til félaga sinna, sem strituðu nú í skólanum. Þau áttu að hafa reikning hjá Lillilund, kennslukonu, og það var afskaplega leiðinlegt, því að hún var svo ströng, og stundum sló hún á fingur þeirra með reglustikunni. Læknirinn þekkti börnin allt frá fæðingu. Hann vissi því um galla þeirra og tiltektir. Hann var góð- lyndur, aldraður rnaður. Bak við segja eða gjöra eitthvað ljótt, livísl- ar Guð að okkur og varar okkur við. Við eigum að gæta þess, að hlusta vel eftir rödd Guðs.“ ,,Er það rödd Guðs, sem segir: „Þú átt ekki að gjöra þetta, og þú átt ekki segja þetta,“ þegar við ætl- um að gjöra eða segja eitthvað ljótt og heimskulegt?“ „Já, það er alveg rétt,“ sagði mamma, „sumir kalla þetta sam- vizkuna, en það er bara annað nafn á rödd guðs.“ J. J. þýddi úr norsku. gleraugun leiftruðu augu hans, og jrað benti á, að hann kynni að rneta gamansemi. Börnin voru hvort tveggja í senn smeyk við hann, en Jrótti Jró vænt um hann. En þau vissu, að ekki var auðvelt að leika á hann. Hann rannsakaði Bertu nákvæm- lega, en hún bar sig mjög illa. „Bara að það sé ekki brotið,“ sagði hún áhyggjufull. Þegar læknirinn Jrreifaði á öklanum, gaf hún frá sér hljóð. En hann fann hvorki brot eða snúning. Aðeins gat verið um að ræða lítilsháttar sársauka í vöðvanum. En Berta skyldi fá að liggja! „Þetta lítur ekki vel út,“ sagði hann og hristi höfuðið. Berta horfði undrandi á hann. „Þú verður að liggja í rúminu að minnsta kosti í tvo daga. Þú mátt alls ekki fara á fætur, þó að sársaukinn minnki. Það er vissara að binda vel um ökl ann.“ „Það — Jrað — er þó ekki hættu- legt?“ hvíslaði Berta dauðhrædd, „ég lrélt ekki að. . . .“ Hún hafði næstum sagt, að hún fyndi varla neitt til, en svo áttaði hún sig.

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.