Vorið - 01.03.1953, Blaðsíða 28
24
V O R I Ð
P ÍLA
Mig langar til að senda þér ofur-
lítinn frásöguþátt af lítilli, svartri
tík, sem Píla hét og ég var samtíða.
Hún var hrafnsvört, snögghærð og
glansandi, með móbrún augu, sem
ljómuðu af lífsfjöri, tryggð og
blíðu. Hún var ein af síðustu hvolp-
um Sporu gömlu. Stuttu eftir að
hún gaut, þá tókum við eftir því, að
hvolparnir voru svo órólegir og allt-
af ýlandi. Spora átti afþiljað skot í
geymslu í íbúðarhúsinu, og datt
okkur í hug, að þeim væri kannske
kalt, því að þetta var að vetri til,
svo að við tókum hana og fluttum
inn í eldlnis og bjuggum um hana
hjá eldavélinni. En ekki tók betra
við. Hvolparnir fóru að drepast
hver af öðrum, og var nú farið að
athuga þetta betur, og kom þá í
Ijós, að það var engin mjólk í henni,
jrótt júgi ið væri stórt, og seinast var
bara eftir pínuh'til, svört tík. Þá
datt okkur í hug að reyna að búa
til túttu handa henni, venjuiega
barnstúttu, en hún var of stór.
Seinast tókst samt að fá hana nógu
litla, og nú fór hún að lifna við.
Brátt kom í ljós, að hún var mjög
vitur og trygg. Hún var pínulítil,
þegar hún fór að reka féð á beit.
Hún hljóp í kringum það, þangað
til það var komið í hagann; þá sneri
hún við lieim.
Einn vetur var mjólkin flutt á
sleða til Akureyrar dálítinn tíma,
og fór hún þá stundum með, og á
meðan stansað var í bænum, lá hún
hjá sleðanum, og ef einhver ókúnn-
ugur kom að, þá rauk hún upp urr-
andi og ætlaði að bíta hann.
F.inu sinn var hún lokuð inni,
þegar ráðsmaðurinn fór með mjólk-
ina. Hún bar sig illa, ýldi og krafs-
aði i hurðina. Ég kallaði svo á hana
inn og sýndi henni vesti, sem hann
fór úr og hengdi á stól í eldhúsinu,
þegar hann fór, og þar lagðist hún,
en ef einhver ætlaði að snerta vest-
ið, ætlaði hún að bíta hann.
Einu sinni fór illa fyrir henni.
Það komu menn með mörg hross
og ráku til Akureyrar; fylgdi ráðs-
maðurinn þeim á leið, og var hún
með og var dugleg að reka hrossin,
svo að þau voru kornin langt á und-
an, þegar hann sneri yið, og hefur
hún ekki heyrt, þegar hann kallaði
á hana. Hann var svo kominn heim
fyrir æði löngu, og við vorum
orðin hálf hrædá um, að hún ætl-
aði ekki að koma. En þá sjáum við
allt í einu, að hún kemur með
niðurlafandi skott og læðist eftir