Vorið - 01.03.1963, Síða 8

Vorið - 01.03.1963, Síða 8
nautur minn, hafði í svefninum teygt annan fótinn undan ábreiðunni og lagt hann kyrfilega ofan á sængurhornið, sem vettlingarnir mínir voru undir. Eg var óráðinn í, hvað gera skyldi, þurfti helzt að ná í vettlingana, en .var í hina röndina hálfragur við að fara að glíma við fótinn. Eg vissi af reynslunni, að eigandi hans gat verið snöggur upp á lagið og svefnstyggur var hann líka. Tók ég það ráð að setjast á koffort og bíða þess, að Andrés hreyfði sig og færði burt fótinn. Vettlingana varð ég að fá, mér hafði verið sett fyrir að hera af sléttunni sunnan við fjósið um nóttina, og það var allt annað en notalegt að krafsa afrakið berhentur upp úr köldu, döggvotu grasinu. Ég var ekki búinn að sitja lengi á koffortinu og halla mér upp að rúm- gaflinum, þegar mig tók að sækja svefn. Ákaflega átti fólkið gott að mega sofa, allir nema ég. Og þessa stundina fannst mér sem varla væri nokkuð til yndis- legra en mega hátta ofan í holuna sína, teygja sængina upp fyrir eyra og sofa — sofa. Ég reyndi með öllum ráðum að halda mér vakandi og uppréttum, en augnalokin gerðust undarlega þung og tóku að síga, hvernig sem ég reyndi að sperra þau upp. Ég festi augun á gæru- hníf, sem stungið var upp undir sperru yfir einu rúminu. Það sló daufum glampa á blaðið, og ég hugsaði mér að missa ekki sjónar á þessum blikandi bletti, hvað sem tautaði. En svefninn sótti fast á og gaf ekki grið. Hnífsblaðið fór að verða þokukennt og glampinn af því smáfærðist í burtu, lengra og lengra. Höfuðið var að síga fram á við, ég rotaði rjúpur og var alveg í þann veginn að velt út af og gleyma mér. En í því sló gamla klukkan á stafnþilinu tvö högg og við það hrökk ég upp úr dvalanum og kom aftur til sjálfs mín. — Þetta dugði ekki! Ég reif mig upp úr svefnin- um, strauk mér yfir augun og reis á fæt- ur. Andrés hafði bylt sér í rúminu, sneri sér til veggjar og púaði stórum. Átti ég nú greiða leið að vettlingunum. Þegar ég kom út, var allur svefn af mér rokinn. Það var líka orðið léttara yfir öllu allt um kring. Lágnættið var liðið hjá, þokan var að byrja að leysast sundur í morgunbirtunnni og utan úr móum og mýrum heyrðist spóavell og lóusöngur. Ond heyrðist garga niðri í túnfæti, hrossagaukurinn var líka kom- inn á stjá, steypti sér í stóran boga yfir bænum og hneggjaði hressilega. Yfir lágnættið höfðu allir fuglar haft hægt um sig og verið þögulir, en nú var sem allt væri að rísa af svefni. Það var auð- séð, að sólin var á næstu grösum, bak við fjallið, bráðum mundi hún koma upp. Ég sá engar kindur á túninu. Tók ég því poka minn og fór að hera af slétt- unni. Þegar komið var liátt í pokann, bar ég hann heim að fjósi og hvolfdi úr honum í hauginn. — Þá var þokan að mestu horfin, nema fáeinir flókar, sem voru að þvælast uppi á Efstahjalla. Ekki var ennþá komið sólskin heima á bæn- um, en þess mundi skammt að bíða, því að langir geislafleygar stóðu frain um fjallaskörðin báðum megin. Skinu þeir þvert yfir Eylendið og glampaði þar á starartjarnir og blikandi vatna- kvíslar. 4 VORIÐ

x

Vorið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.