Vorið - 01.03.1963, Blaðsíða 11

Vorið - 01.03.1963, Blaðsíða 11
í ÆVINTÝRALEIT MEÐ FLUGFÉLAGI ÍSLANDS Frásögn Einars Haraldssonar, sem hlauf fyrstu verðlaun í ritgerðasamkeppni Vorsins og F. I. — Ljósmyndir með ferðasögunni tók Sveinn Sæmundsson, blaðafulltrúi. Eftir þessi stuttu kynni mín af tveim borgum í Noregi og landslaginu þar, gæti ég vel hugsað mér að setjast þar að. En því var ekki að fagna. Við héldum stöðugt áfram til Kaupmannahafnar. Flugvélin geystist um himinhvolfið og flaug nú inn í stóran skýjaflóka en inni í flugvélinni sátum við farþegarnir í þægi- legum sætum og létum flugfreyj urnar stjana við okkur. Ég fann að vélin var að lækka flugið, það var merki þess að við værum komin yfir Kaupmannahöfn. Þar sem mjög lágskýjað var sáum við ekkert af heimsborginni miklu fyrr en vélin renndi sér niður á Kastrupflug- völlinn. Eftir að vera húin að fara alls konar krókaleiðir komumst við loks að geysi- stórri flugstöð. Við kvöddum flugfreyj- urnar með söknuði og gengum út í aus- andi rigningu. Ekki heilsaði Kaup- mannahöfn fallega. En það var ekkert við því að gera, bara hneppa að sér frakkanum og ganga inn í flugstöðina. Tollgæzluna annaðist ung stúlka og spurði aðeins hvort ég hefði nokkuð afengi eða sígarettur. Ég kvað nei við, °g var mér svo hleypt í gegn ásamt Sveini, Kollý og Grími. Ég fór að litast um í flugstöðinni og fannst mér hún að sönnu ævintýralega stór og nýtízkuleg. Sveinn tók nú for- ustuna og leiddi okkur að skrifstofu F. í. Þar hittum við Svein Kristinsson, Einar Pálsson starfsmann hjá F. I. og skrifstofustj óra F. í. Birgi Þorgilsson. Eftir að allir höfðu heilsast fór Birgir með okkur að veitingasölu og gaf Kollý og mér Coke, en karlmennirnir fengu bjór. Við kvöddum nú Birgi, en áður en við fórum bauð hann okkur til kvöld- verðar í Tívolí. Sveinn náði í leigubíl og við settumst inn og keyrðum áleiðis inn í miðborgina. Sveinn fræddi mig á leiðinni um að Kastrup stæði á eyju sem heitir Amager. Hótelið sem við bjuggum á hét Grand Hotel og stendur við Vesterbrogade rétt við aðaljárn- hrautarstöðina. Sveinn stóð í nokkru þrefi við afgreiðslumennina út af her- bergjunum, vegna þess að misskilningur hafði orðið út af pöntuninni. En það bjargaðist vegna lipurðar afgreiðslu- mannsins. Við fórum nú upp á herbergin til að þvo af okkur ferðarykið. Eftir nokkurn tíma komum við öll saman aftur niðri í afgreiðslunni. Þar VORIÐ 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.