Vorið - 01.03.1963, Síða 19
logaði í honum. Ekki var fullorðna fólk-
inu vel við það.
En nú hafði hann fastráðið að kveikja
sjálfur eld og kynda hann og athuga í
næði.
Hann fór inn í hlöðuna, sem var að
mestu leyti tóm. Þar kveikti hann eld.
Og það voru nú engin ósköp til að
byrja með, smáneisti, sem snarkaði í.
En gráðugur var hann. Brátt teygði
hann tungurnar í allar áttir. Hann át
þurrt heyruslið, það brakaði og small
í honum, og reykjarsvæla þyrlaðist upp.
Hann breiddist út um gólfið og læsti sig
upp eftir veggjunum. Þá varð Alva
hræddur og stappaði á hann, en eldur-
inn gerði sér lítið fyrir og glepsaði í
hann líka. Með naumindum komst hann
út. Þá flykktist fólk að til þess að
slökkva. En það var um seinan. Hlaðan
brann til kaldra kola.
Nú var faðir hans reiður. Hann fór
með Alva út á völlinn, þar sem börn
bæjarins voru að leika sér. Hann kallaði
saman börnin, eldri og yngri.
„Sjáið þið þennan!“ sagði hann.
„Þessi strákur hefur verið óþekkur.
Hann lék sér að eldinum og brenndi
upp hlöðuna hans föður síns. Nú skuluð
þið sjá, hvernig fer fyrir honum.“
Svo hýddi hann Alva í allra augsýn.
Alva reyndi að afsaka sig, en það þýddi
ekki neitt. Faðir hans skildi hann ekki.
Hvenær hefur fullorðinn maður skilið
lítinn dreng?
Fullorðna fólkið átti líka bágt með
að skilja næstu tiltektir lians. Hann
hafði séð mömmu sína búa til hreiður í
kassa, leggja þar í gæsaregg og láta síð-
an gömlu gæsina leggjast á eggin.
Edison við kvikmyndovélina, sem hann fann upp.
„Til hversertu aðþessu?“spurði Alva.
„Til þess að fá gæsarunga.“
„Koma ungar úr eggjunum?“
„Já, þegar gæsin liggur á þeim og
heldur þeim heitum.“
Nú kom hrukkan gamla í ennið á
Alva, og höndin greip ósjálfrátt upp í
hárlubbann. Hann beit á vörina og
hugsaði.
Eftir þetta leit hann til gæsarinnar á
hverjum degi. Þarna lá hún og breiddi
úr sér. Þetta sýndist ekki vera neitt
vandaverk.
En einn góðan veðurdag var gæsin
horfin, og af eggjunum var ekki annað
eftir en brotin skurnin. Alva fór að
leita.
Hann fann gæsina í garðinum. Þar
voru eggin líka. En þau voru búin að
fá fætur og fiðurhýjung. Þau voru orðin
að lifandi gæsarungum.
Og nú datt Alva nokkuð í hug.
Það væri nógu gaman að unga sjálfur
út nokkrum gæsareggjum og fáeinum
hænueggjum um leið. Ætli fullorðna
VORIÐ 15