Vorið - 01.03.1963, Side 23

Vorið - 01.03.1963, Side 23
bandið, — já, vettlingana og allt sam- an!“ Ivar flýtti sér. Hann hafði ekki vitað, hvers vegna þeir höfðu með sér þessa hluti. Skyldi Jens hafa hugsað sér að ná fuglamorðingjanum í kvartelið? Hann brosir og flýtir sér. Það borgar sig að hugsa þar til maður fær höfuð- verk. Það skilur hann nú. „Það heyrist eitthvert þrusk undir steininum. Flýttu þér!“ kallar Jens. IJá flýtir ívar sér sv'o að hann steypist á höfuðið, en stendur eldsnöggt upp aftur. „Hér er það,“ segir hann lafmóður. Jens fer úr jakkanum og bindur fyrir ermarnar fremst. Þar á enginn að geta smogið. Svo lagar hann jakkann, leggur gildruna við opið og lætur á sig vettl- ingana. „Hann er hér undir. Yið tökum stein- inn úr holunni. Haltu jakkanum fyrir opinu, svo að hann geti ekki smogið út,“ mælti hann. ívar kraup við opið og heldur jakkanum fast við jörðu. Jens hagar því svo, að ermin er eins og tómt bjúga beint framan við holuna, þegar hann tekur steininn burt. Nú skilur ívar, hvers vegna hann hefur sett upp vettling- ana, þegar hann fer með liandlegginn inn í holuna. „Ef til vill er fuglamorðinginn hættu- legur?“ spyr hann og fer að verða dá- lítið smeykur. „Hann er eflaust vel tenntur, fyrst hann drepur svo marga fugla.“ „Getur verið, að það sé köttur.“ „Nei, — Vigfús sagði, að það væri minkur í Másliólmanum.“ „Æ, -—- minkur?“ ívar hafði aldrei séð mink. Jens raðar steinum á jakkann, en ermin er laus. „Hann er þá lítill, fyrst það er mink- VORIÐ 19

x

Vorið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.