Vorið - 01.03.1963, Qupperneq 25

Vorið - 01.03.1963, Qupperneq 25
„VitiÖ þið ekki, hve stór hann er?“ spyr Vigfús brosandi. En Jens getur svarað því. „Hann er álíka stór og jakkaermin mín,“ svarar hann. „Hefurðu mælt hann með erminni?" „Nei. — Hann fór inn í hana sjálfur.“ „Nú, er það þannig." Vigfús nær í tunnu og tekur af henni lokið. „Þú vilt auðvitað fá jakkann þinn aftur.“ „Já,“ svöruðu báðir drengirnir. Vigfús opnar kvartelið og hvolfir úr því í tunnuna. Þeir ætla að gægjast niður í, en Vigfús ýtir þeim frá og togar í jakk- ann. „Það er ekki laust við, að það sé eitt- hvað lifandi í jakkanum þínum. Nú er betra að fara gætilega.“ „Almáttugur. — Einn — tveir — þrír! Það eru þrír minkar í jakkaerm- inni þinni. Aðra eins veiði hef ég aldrei þekkt. Fljótir með pokann. — Svona.“ Vigfús er svo broslegur, að Ivar fer að brosa. Hann hefur aldrei séð Vigfús flýta sér eins og meðan hann er að hinda yfir tunnuna. Svo sezt Vigfús á kassa. Hann horfir á drengina og hristir höfuðið. „Þið eruð alveg dæmalausir drengir! “ Hann hristi höfuðið aftur. „Nú verðið þið að segja mér hvernig þið fóruð að ná minkunum.“ Jens sagði honum alla söguna. Þegar hann hafði lokið máli S1nu, klóraði Vigfús sér í höfðinu hugs- andi. „Svo verðum við að koma okkur saman um rerðlaunin,“ segir hann. sjHafið þið nokkuð hugsað um það?“ Ivar lítur spyrjandi á Jens, og leitar 1 jakkavasanum, þar til hann finnur Hlaðið. „Hér.“ Hann réttir Vigfúsi blaðið. Vigfús tekur það úr brotunum og lítur á það. „Hvað áttu við með þessu?“ „Þetta er reikningurinn.“ „Hvað? — Ég sé aðeins jólatré?“ „Já, þessi mynd var í blaðinu. — Við viljum fá svona jólatré.“ „Jólatré? Og hvar á það að vera?“ „Á miðjum leikvelli skólans, höfum við hugsað 'okkur, og það verður að vera glitrandi í ljósum alveg eins og á myndinni.“ „Eiga þetta að vera verðlaunin?“ „Já, segir Jens. „Já,“ segir ívar rétt á eftir. „Það stendur í blaðinu að það eigi að vera fimm metra,“ hætir Jens við. „Þá verð ég að taka með mér reikn- inginn ykkar, svo að allt verði rétt.“ Vigfús hrýtur blaðið saman og lætur það í vasann. „En ég lofa að það sem verður afgangs af verðlaununum, greiði ég uppi við skólann. Sammála?“ Vigfús tók í hönd á báðum drengjun- um. Báðir kinka kolli og viðurkenna bæði verðlaunin og samkomulagið. Það var mikið um að vera uppi við skólann, þegar Vigfús kallaði börnin þangað til ljósahátíðar og að ganga kringum jólatréð. Þetta hafði aldrei verið áður, og það var Jens, og ívari að þakka, sagði Vigfús. Og svo stakk hann klónni í tengilinn og ljósin ljómuðu. Þá hrópuðu börnin húrra, mynduðu hring og sungu fyrsta jólasálminn undir bláum, heiðskírum himni. E. Sig. þýddi. VORIÐ 21

x

Vorið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.