Vorið - 01.03.1963, Page 27

Vorið - 01.03.1963, Page 27
erum ekki orðnar of stórar til að vera með í þeim leik. KÓNGURINN: Prinsessa Sólbjört, þú ert elzt og átt aS koma hingað fyrst. (Hinar setjast). Hve mikið þykir þér vænt um mig, kæra dóttir mín? SÓLBJÖRT: Mér þykir eins vænt um þig — og fegurstu skartgripi — perlufestar, demanthringi, gullnælur og gullkrossa. — KÓNGURINN (brosir): Þetta var meiri ástin. Nú veröur þú að fá nokkrar gjafir frá mér. (Gefur þernunni hend- ingu, og hún tekur nokkra skraut- gripi upp úr skríninu og lætur á hana. Prinsessan speglar sig, brosir og klappar saman höndunum af gleði. Þakkar föður sínum með handabandi. Sezt.) KÓNGURINN: Nú er komið að þér, prinsessa Stjörnuvina. (Hún kemur til lians.) Hve mikið þykir þér svo vænt um mig? Sl'JÖRNUVINA: Mér þykir eins vænt um þig — og fallegustu kjóla sem finnast úr flosi, eða silki með perlu- skreytingu, að viðbættum gullskóm eða silfurskóm. KÓNGURINN (blíðlega): Já, ég finn að ykkur þykir mjög vænt um mig. Og hér færð þú nokkrar gjafir frá mér. (Gefur þernunni bendingu, sem tekur upp silkikjóla og fína skó. Prins- essan gengur bak við skerm og mátar nýjan kjól. Þakkar föður sínum með handabandi. Sezt.) KÓNGURINN: Það bezta sem ég þekki er það að vita dætur mínar glaðar og anægðar. — Jæja, litla prinsessa Mánablíða, þykir þér nokkuð vænt um föður þinn? MÁNABLÍÐA (Er vandræðaleg): — Pabbi, mér þykir afar vænt um þig. Ég elska þig eins mikið — og — og vatnið. KÓNGURINN (Hleypir brúnum, undr- andi.): Hvað segirðu? Vatnið? Þá er það ekki mikið. Engum þykir vænt um vatn. Jæja, þú færð ósk þína upp- fyllta. (Gefur þernunni bendingu, fer. Þernan færir henni vatnsglas og fer.) SÓLBJÖRT: Eins og vatnið, eins mikið og vatnið — ha-haha! STJÖRNUVINA: Sjáið vatnsprinsess- una, sjáið prinsessuna, sem elskar vatnið. (Þær gefa henni langt nef, glotta og sveifla sér um í skrautklæðunum.) MÁNABLÍÐA (grátandi): Ég átti við, að enginn gæti lifað án vatns, en hægt sé að komast af án skrautlegra fata og skartgripa. En pabbi skildi mig ekki. Hann er reiður við mig. (Grætur.) SÓLBJÖRT: Já, það lilaut hann að verða, — fyrst þú svaraðir svo heimskulega. STJÖRNUVINA: Hvað þú gazt verið heimsk að segja þetta, — þó að það sé satt. Þú skilur ekki, hvað þér er fyrir beztu. Þú átt helzt heima úti í skóginum með tröllum og huldufólki. (Þær skellihlæja.) MÁNABLÍBA: J á, ég fer út í skóg. Allir eru svo vondir við mig. (Fer.) ANNAR ÞÁTTUR. (í stofu skógarvarðarins. Þar eru stólar, borð og legubekkur. Ásta, kona skógarvarðarins, situr og prjónar. VORIÐ 23

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.