Vorið - 01.03.1963, Blaðsíða 28

Vorið - 01.03.1963, Blaðsíða 28
Stendur upp, lítur út um gluggann og er óróleg.) ÁSTA: Nei, það sést enginn úti og bráð- um er komið myrkur. Og Gunnólfur ætti að vera kominn fyrir löngu. Ég óttast að hann hafi orðið fyrir ein- hverju slysi. (Þá heyrist einhver há- vaði. Hún lítur upp. Gunnólfur kemur inn og leiðir Mánablíðu prinsessu, sem er blaut og með úfið hár og illa til reika.) GUNNÓLFUR: Hér er ég kominn, mamma. Þú hefur auðvitað verið far- in að óttast um mig. Ég heyrði grát og eymd inni í skóginum og leitaði lengi, þar til ég fann þessa stúlku. Það er víst ein prinsessan. Hún hefur meitt sig í fætinum. ÁSTA (Leiðir hana að legubekknum, klæðir hana úr blautri kápunni, þurrk- ar af henni blóð og óhreinindi og sveipar hana í hlýtt teppi.) Aumingja barn, ertu ein út í skógi í þessu vonda veðri? Þú hefur auðvitað villst og ert bæði köld og blaut. Nú ætla ég að gefa þér heita súpu. (Hún gefur henni súpudisk, nuddar á henni hendurnar og lagar á henni hárið.) MÁNABLÍÐA: Þakka þér kærlega fyrir. Þú ert svo góð við mig. ÁSTA: Þetta lagast fljótt aftur, vina mín. Hér hefurðu sár á fætinum, en ég held ekki, að þú sért fótbrotin. Finnurðu mikið til? MÁNABLÍÐA: Nei, ég finn ekki mjög mikið til. — En það er sárast, að allir í höllinni eru reiðir við mig. (Græt- ur.) Pabbi er líka reiður við mig. ÁSTA: Nei, hvað heyri ég. Er kóngur- inn líka reiður við þig? Hvað ’nefur þú gert af þér? MÁNABLÍÐA: Við fórum í gamla spurningaleikinn, hve mikið okkur þætti vænt um pabba. Systur mínar sögðu, að þær elskuðu hann eins mikið og fegurstu skartgripi og dýr- ustu klæði. Það líkaði honum vel og hann gaf þeim marga dýrmæta hluti. En ég sagði, að ég elskaði hann eins mikið og vatnið, og það líkaði hon- um ekki. Systur mínar stríddu mér svo mikið og svo fór ég út í skóginn. (Þurrkar tárin.) Ég vil ekki fara heim í höllina aftur. ASTA: Þú getur verið hér eins lengi og þú vilt. En pabba þínum hlýtur að snúast hugur. í raun og veru elskum við öll vatnið, því við þurfum þess með á margan hátt og getum ekki án þess lifað. Þegar pabbi þinn hefur hugsað sig um, mun hann komast að raun um, að þú elskar hann mest. GUNNÓLFUR (Hefur hjálpað móður sinni við að sækja vatn og teppi, situr við borðið og hlustar): Uss, mér finnst ég heyra jódyn. Ef til vill er kóngurinn og riddarar lians á ferð? ÁSTA: En nú finnst mér að Mánablíða prinsessa ætti að leggja sig fyrir dá- litla stund. (Hjálpar henni út.) (Það er drepið á dyr, og Gunnólfur opnar. Kóngurinn kemur inn, þreytu- legur og allur útataður. Hann er í svartri skikkju.) KÓNGURINN: Gott kvöld. Æ, æ, ég er alveg uppgefinn. (Þau heilsa honum og bjóða honum stól. Hann sezt.) ÁSTA: Þér eruð seint á ferð í svona 24 VORIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.